Frelsi með ábyrgð

Vona að mitt fólk á þingi standi í lappirnar í þessu máli og taki ekki til greina að innleiða þá vitleysu yfir ungmennin okkar. Því það eru þau sem gjalda fyrst og fremst. Við skulum ekki gleyma samfélagslegri ábyrgð okkar gagnvart börnum og ungmennum. 
mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég er alveg sammála þér að við skulum ekki gleyma samfélaxlegri ábyrgð okkar gagnvart börnum og ungmennum.  Hins vegar er þessi ábyrgð einmitt í OKKAR (lesist foreldra) höndum; ekki ríkisvaldsins.

Sigurjón, 11.10.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Þar verð ég að vera þér algjörlega ósammála, ábyrgð foreldra er mikil en við sem samfélag berum líka ábyrgð. Börnin eru ekki eign okkar eða takmörkuð gæði, sem við getum ákveðið hvernig við umgöngumst að vild. Lög um aðgengi að fíkniefnum er hluti af þeim leikreglum sem samfélagið setur. Gerum það af ábyrgð.

Kristín Dýrfjörð, 11.10.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála þér Kristín, skrifaði nánar um rök gegn þessu á sömu forsendum. 

kv. Jóhanna

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.10.2007 kl. 19:12

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Algerlega sammála þér Kristín.  Það er margbúið að sýna fram á það að neysla áfengis eykst við að auka aðgengið og opnunartímann.  Ein rannsókn frá Ástralíu sýndi t.d. að við það að opna áfengisverslanir á sunnudögum fjölgaði bílslysum tengdum áfengisneysli Á SUNNUDÖGUM tölfræðilega markvert. 

Ef af það að þurfa að kaupa áfengi á ákveðnum stöðum og á ákveðnum tímum sem í dag eru reyndar alveg ágætlega rúmir, getur orðið til þess að koma í veg fyrir fjölgun slysa og uppkomu skorpulifrar í stórum stíl, þá er ég meira en tilbúinn að taka á mig slík "óþægindi".

Svanur Sigurbjörnsson, 12.10.2007 kl. 17:49

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Svo má velta því fyrir sér hvort að fullorðið fólk getur ekki lagt á sig þau "óþægindi" ef það langar í vín eða bjór,að skreppa í ríkið á opnunartíma. Ég get ekki séð að það hafi staðið fólki fyrir þrifum hingað til.  Sem fyrr treysti ég á mitt fólk, jafnvel þó einhver þeirra séu flutningsmenn tillögunnar, vona ég að það séu fleiri sem ekki styðja hana og svo verð ég líka að treysta á fólk í öðrum flokkum, svona eins og Ögmund.

Kristín Dýrfjörð, 12.10.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband