Málþing þjóðarinnar

Morgunblaðið segist vera vettvangur lýðræðislegrar umræðu, segist vera “málþing þjóðarinnar” kannski með nokkrum sanni, sérstaklega ef litið er til aðsendra greina og ekki síst ef litið er til moggabloggsins, þar sem mikil og lífleg umræða á sér stað um hin ýmsu mál. Til að tryggja umræðu um ólíkustu mál fer mogginn þá leið að tengja bloggið við fréttir á mbl.is. Þær athugasemdir sem þar koma fram eru auðvitað misvel ígrundaðar. En er það ekki eðli lýðræðisins að leyfa umræðuna, treysta á lesandann til að vinsa úr og skoða upplýsingar? ´Byggist ekki upplýst umræða á því?

Lýðræðisleg umræða fer fram þessa daga um málefni REI og OR, hún á sér stað á vinnustöðum,  inn á heimilum og síðast en ekki síst á bloggum landsmanna.  

  

Blaðamaðurinn og borgarfulltrúinn Stefán Jón - setti umfjöllun sína um málefni OR ekki bara inn á heimasíðuna sína, hann setti hana líka inn á bloggið þar sem hægt er að taka þátt í umræðu


mbl.is Stefán Jón: Uppreisn í OR fyrst og fremst uppreisn gegn borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband