Æfing í lýðræðislegum gildum

Fyllilega sammála Degi, meirihluti sjálfstæðisflokksins verður að stíga varlega til jarðar. Það er ekki hægt að ásaka einn um ólýðræðisleg vinnubrögð en samtímis ætla svo að fara að beita þeim sjálfur. Ekki mjög sannfærandi og bendir til að eitthvað annað en ást á lýðræði hafi vakið gremju sjálfstæðimanna. Mér finnst það jafnóeðlilegt að borgarstjórnarfundur sjálfstæðisflokksins geti tekið svona ákvörðun og að það hafi ekki verið eðlilega boðað til síðasta fundar stjórnar og eiganda REI. Með því að loka sig inn á fundi og ætla svo að kynna niðurstöðu á blaðamannafundi er ekki bara verið að stíga á lýðræðið það er verið að trampa á því.

Ég er ekki viss um að ég sé sammála því sjónarmiði sem býr að baki því að borgin eigi að selja sinn hluta. En ég er viss um að það þarf að gera grundvallarforsendur/hugmyndafræði samstarfs og eignaraðildar skýrari. Í því liggur lýðræðisleg skylda borgarfulltrúa allra flokka.


mbl.is Minnihlutinn í borgarstjórn biður um aukafund vegna REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Að Sjálfstæðisflokkurinn stígi varlega til jarðar? Ef einhverjum dettur þess háttar möguleiki í hug er það eins og með manninn sem villtist í skóginum: sá maður er snarvilltur einhvers staðar annars staðar en á Íslandi! (Ef þú villist í íslenskum skógi stendur þú upp og ef það dugar ekki þá gengur þú þrjú skref og ef þú ert enn villt, þá veistu eitt: þú ert alls ekki á Íslandi!)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.10.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

HAHa - kannski þetta sé rétt hjá þér, við erum alls ekki í íslenskum skógi í íslenskum veruleika, við erum komin inn í ljótt birtingarform alþjóðavæðingarinnar.

Kristín Dýrfjörð, 8.10.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband