Haust á Akureyri

Er á Akureyri í fallegu haustveðri, sinfónía náttúrunnar spilar á fullum styrk. Ég tek andköf yfir samsetningum lita og ljóss. Hef verið að kenna og funda hér síðustu daga. Er annars frekar nísk á veru mína annarstaðar en í Reykjavík um þessar mundir en ætlaði samt að vera hér á morgun til að funda með fólki utan skóla. Það afboðið sig á síðustu stundu og ég varð frekar fúl. Svona er þetta, í fyrra hefði þetta ekki skipt mig neinu máli, ég bara brosað. Tilvera lítils kúts breytir hinsvegar forgangsröðun verkefna hjá mér þessa daga.

Af honum er það að frétta að hann er vært og gott barn sem sefur og vakir og drekkur og grandskoðar heiminn. Heldur foreldrunum vakandi á ókristilegum tíma. Þá er hans vökustund. þau aftur reyna að sofa með honum og vaka með honum. Hafa verið að stilla sína strengi eftir hans.  Það hefur ekki alveg tekist og þau hljóma soldið þreytt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Enn einn fallegur dagur á Akureyri í dag

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 7.10.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Loks stytti upp og helgin er búin að vera alveg yndisleg hér sunnan heiða.

Kristín Dýrfjörð, 7.10.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband