Áttu lausa stund næsta laugardag, ef ...

Pabbi kom hér í heimsókn uppnuminn yfir viðtali sem hann hafði heyrt í útvarpinu við mann að nafni Karl Aspelund. Undanfarna daga og vikur hefur hugmyndafræði Reggio verið til umræðu við alla sem detta hér inn. Líka foreldra mína. Þau hafa skilið þann hljómgrunn sem ég finn í stefnu sem hefur lýðræði, sköpun, endurnýtingu og frumkvöðlahugsun að leiðarljósi, finnst hann í rökréttu samhengi við hver ég er. 

    

Um daginn sagði pabbi við mig, já Kristín, ég held ég sé búinn að átta mig á hver kjarni þessarar Reggio aðferðar er. Það er að ala upp börn sem hvert og eitt verður sjálfstæður athugandi, sem hvert og eitt dregur sjálfstæðar ályktanir en er samtímis hugað um hópinn og samfélagið. Einstaklinga sem hvert og eitt getur staðið upp í hundrað manna hóp og getur rökrætt eigin skoðun. Í gær sagði hann, "ég held að í raun snúist Reggio fyrst og fremst um frelsið og ábyrgðina sem því fylgir sem forsenda lýðræðisins". Og honum fannst einmitt, þessi hugsun felast í viðtalinu við Karl Aspelund en þar fjallaði hann um fyrirlestur sem hann flytur um næstu helgi.

Ég las drög Karls að erindinu á netinu, en hann er að fara að tala á Norrænu handverksþingi hér á landi og ég verð að vera sammála pabba, þarna er sleginn svipaður strengur. Ég hvet þá sem geta að fara að hlusta á Karl Aspelund, hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um hvernig hægt er að hlusta á einstaka fyrirlestra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Osalega líst mér vel á þetta svona við fyrstu sýn..ætla að lesa betur í gegn og hlusta. Svo löngu kominn tími á uppstokkun í aðferðafræðum í menntun og kennslu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk fyrir það, ég held reyndar að uppstokkun sé víða í gangi hún fær bara svo litla athygli. Sérstaklega held ég reyndar að það eigi við í leikskólum.  

Kristín Dýrfjörð, 24.9.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband