Að sleppa undan gerberuáhrifunum

Fyrsti stjórnarfundur nýju samtakanna (REGGIO) var í dag. Settum niður drög að vetrardagskrá, meðal annars tvö örnámskeið á næstunni. Annað um grunnhugmyndafræði starfs í anda Reggio Emilia, fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvort þarna sé hugmyndafræði sem fellur að lífskoðunum þess, fyrir nýtt starfsfólk í þeim leikskólum sem þegar vinna í anda Reggio Emilia og þá sem vilja dusta af fræðunum og hitta skemmtilegt fólk. Hitt er hugsað fyrir þá sem lengra eru komnir - eru búnir að pæla lengi. Þeir þurfa líka sitt. Við ræddum töluvert um það sem ástralskar fræðikonur í leikskólafræðum kalla gerberuáhrifin og hvernig við getum stuðlað að því að okkar skipulag dragi úr þeim.

Gerberuáhrifin felast í því að ein fer á námskeið, þar upplifir hún aha, kemur tilbaka full eldmóðs en vegna þess að hún fær hvergi hljómgrunn eða stuðning við hugmyndir sínar, hneigir hún fljótlega haus, eldmóðurinn visnar og deyr. Hvað margir þekkja ekki þessi áhrif, fara á námskeið í tónlist, myndlist, tjáningu, sögugerð, næstum hverju sem er. En fá svo ekki tækifæri til að deila reynslu með öðrum. Við viljum skapa stuðningskerfi fyrir leikskólana sem dregur úr hættunni á gerberuáhrifunum. Við veltum upp ýmsum leiðum til þess.  

Ræddum lógó, ræddum heimasíðuna, ræddum vinnudaga/námskeið/þróunar- og afldaga eftir áramót og svo 20 ára afmælið - remídu í maí 2008. Þegar heimasíðan verður tilbúin komum við að sjálfsögðu til með að birta fundargerðir þar.

Annars skipti stjórnin með sér verkum á eftirfarandi hátt:

Guðrún Alda Harðardóttir, varaformaður,

Kristín Karlsdóttir,ritari

Kári Halldór, gjaldkeri

Lovísa Hallgrímsdóttir meðstjórnandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér lýst vel á þessi námskeið  velti þó fyrir mér hvort ég sé í fyrri hlutanum þar sem ég hef ekki starfað lengi í þessu fagi  En mikið verður gaman að fá tækifæri til að ræða fagleg málefni við aðra fagaðila.

kv Svava

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 09:24

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Held að fyrri hlutinn geti bæði verið fyrir þá sem vilja kynna sér og þá sem vilja "hressa" upp á fræðin. Sjálfsagt er það svo að ef leikskólakennarar hafa ekki hreint og beint valið að skrifa um og kynna sér Reggio starf meðan þeir voru í námi - hafa þeir ekkert betri grunn í þeirri hugmyndafræði en annarri. Alla vega ekki þeir sem hafa verið í námi hjá okkur. Svo bara að mæta á allt sem fólk telur höfða til sín.  Enda allir velkomnir.   

Kristín Dýrfjörð, 23.9.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband