Móta fréttamenn eftir eigin höfði?????

Steingrímur sagðist hafa tekið við hópi fréttamanna sem hann vildi móta eftir sínu höfði og að það hafi verið ákveðið að gera breytingu á hópnum.

 

Þarf meira - fréttastjórinn talar hér um fréttamenn eins og leir (vona að það sé hægt að treysta fagmennsku moggans og þeir hafi haft rétt eftir manninum). Ég trúi því ekki að fólk með fagvitund vilji láta tala um sig á þennan hátt. Þóra Kristín hefur í mínum huga verið tákn fagmennsku, man fyrst eftir henni á prentmiðlunum fyrir langa löngu. Því miður fyrir nýja fréttastjórann er sjálfstæð hugsun og vinnubrögð eitt einkenna fagfólks líka á meðal fjölmiðlafólks. 


mbl.is Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég ætla reyndar ekki að verja Steingrím en bendi þó að hann gæti hafa átt við að hann vildi móta hópinn eða samsetningu hans. En það er afar ótraustvekjandi að losa sig við akkúrat Þóru Kristínu sem oft hefur staðið sig mjög vel. Óttast hann að hún muni fletta ofan af einhverjum spilltum vinum hans í Framsóknarflokknum?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.9.2007 kl. 11:59

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það er ekkert að því að vilja móta suma hópa, sérstaklega ef fólk er að taka við ómótuðum stofnunum - en Steingrímur er að taka við á fréttastofu þar sem vinnur fagfólk (vonandi), hefði því haldið að hann þyrfti að laga sig að því sem þar er og vinna með því. Finnst ekki traustvekjandi að byrja á þennan hátt. Hvað fyndist okkur um að fá nýjan rektor og hann byrjaði á að losa sig við alla sem unnu gegn ráðningu hans eða með þeim sem sótti um á móti. Fyndist okkur ekki vegið að atvinnu og skoðanafrelsi okkar? Teldu við þetta vera "faglega" vinnubrögð. Eða ef viðkomandi ákveddi að hér með ættum við öll að rannsaka á tiltekinn hátt.

Kristín Dýrfjörð, 1.9.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband