Mest skráða tímabil mannskynssögunnar - mögulega gleymt?

Ég ákvað að nota mér þann möguleika að senda stafrænar myndir til framköllunar í Hans Petersen. Minnug þeirra orða fræðimanns sem ég man því miður ekki hvað heitir, að þrátt fyrir að okkar tímar væru sennilega þeir mest skráðu í sögu mannsins, væri minna til að minnast fyrir næstu kynslóðir, sennilega hyrfu minningar okkar með breyttri stafrænni tækni. Sjálf hef ég lent í að missa flottar myndir þegar harðir diskar hafa krassað. Einhvern vegin ætlar maður alltaf að vera með afrit en stundum myndast gloppur. Með því að senda í framköllun var ég að gera tilraun til að loka einhverjum gloppum. Ég var líka nokkuð ánægð með afraksturinn. Sérstaklega fannst mér gaman að nýta mér þann möguleika að kroppa myndir áður en ég sendi þær. Læt fylgja með mynd af lítilli frænku minni sem ég tók út í garði sl. föstudag.

100_4697
Í felum á bak við flaggstöng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæt mynd

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.8.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Og ég svo heppin að vera ömmusystir hennar

Kristín Dýrfjörð, 3.8.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband