29.7.2007 | 02:14
Pólitíski riddarinn - Össur
Össur fjallar á bloggi sínu um þátt í sjónvarpinu sem hann sá eiginlega ekki. Rétt að hann hafi fylgst með og hjó eftir einum "skandal", Valgerðar með ungliðana. Hann fellur í þá gryfju sem hann telur talsmann Þjórsárvirkjunar falla í. En Össur segir á bloggi sínu um hann Mér fannst það ekki traustvekjandi fyrir málstaðinn þegar talsmaður þeirra fór með frásögn af ummælum mínum af fundi í iðnaðarráðuneytinu þar sem hann var ekki viðstaddur - og fór eðlilega ekki rétt með. Verra finnst mér að Össur tók ekkert eftir því að skúffuféð svonefnda er löðrandi í geðþóttaákvörðunum um annað en góðverk. Löðrandi af kjördæmapoti. Löðrandi af eyðslusemi fyrir kosningar. Auðvitað efast enginn um réttmæti þess að ráðherrar hafi tiltekin auraráð. Þetta er löglegt fé. En jafnframt eru margar ákvarðanirnar um ráðstöfunina ekki boðlegar og ýmsar siðlausar. Til þess eins fallnar að ráðherrar geri sig breiða á kostnað okkar skattborgarana.
Já mikið á sá gott sem getur slegið sig sjálfur til riddara og síðan hreykt sér af því. Það getur félagi Össur gert og er alveg ófeiminn við. Engin er að efast um að mörg þessara verkefna eru þörf og eðlilegt að styrkja. Spurningin er hins vegar hvort það sé eðlilegt að styrkur sé undir því komin, að maður þekki mann.
Líka er hægt að velta fyrir sér að ef fólk telur eðlilegt að skúffufé sé til staðar, en aðstæður eins og í sumum ráðuneytum nú að mest allt skúffufé sé uppurið. Þarf þá ekki fjárveitingarnefnd að koma til og gauka smá fé að þeim ráðherrum sem tóku við tómum skúffum? (Eins og t.d. í utanríkisráðuneytinu).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.