Lífshættulegur leikur á ísköldu Þingvallavatni

 

þingvellir batur
Smellið á myndina til að stækka

 

 

Það er gaman að eiga góðar græjur, og það er gaman að geta notað þessar græjur sér og öðrum til ánægju. En hinsvegar krefst það líka ákveðinnar ábyrgðar. Sérstaklega þar sem börn eru. Í dag var ég á Þingvöllum, þar varð ég vitni að vítaverðu athæfi fullorðins fólks. Það var búið að smíða einhverskonar pramma ofan á gúmmíbát með utanborðsmótor. Á prammanum var fólkið svo búið að koma sér fyrir með sólstóla og veiðistangir. Þarna átti augljóslega að hafa það náðugt. Ég læt meðfylgjandi myndir segja allt sem segja þarf  um bátinn. Það sem sló mig var að á prammanum voru 2 börn og hvorugt þeirra var í björgunarvestum, ekki frekar en hinir fullorðnu. Á prammanum var hundur sem gekk laus. Ég reikna með að flestir viti hversu kalt Þingvallavatn er. Ef eitthvað fer úrskeiðis á svona pramma eru bjargráðin ekki mörg. Ef einhver les þetta blogg og þekkir þetta fólk, væri ráð að benda þeim á ábyrgðarleysið.

 

 

 

þingvellir batur 2

 

 

 

þingvellir batur 3

 

 

 midnættiÞessi var tekin um 11.30 og enn hefur bæst við á pramann.

 

Myndirnar eru allar teknar með 12 sinnum optical súmmi úr töluverðri fjarlægð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband