Eðlileg þróun - er það ekki?

Er þetta ekki bara allt gott og blessað - þeir sem eiga meiri peninga eiga að fá öðruvísi þjónustu og auðvitað betri úr sameiginlegum sjóðum. ÞAð er ekkert eðlilegra en að þeir fari fram fyrir á biðlistum á spítölum, þurfi ekki að bíða eftir vopnaleit á flugvöllum. Sérmeðferð í fangelsum fyrir "ríka" fanga hlýtur að vera eðlilegt næsta skerf ef við viljum hafa þannig samfélag. Aumingja litla París borgaði hvort eð er örugglega aukalega fyrir búningin og símann.

Á endanum er þetta alltaf spurning um prinsipp og þann vilja samfélagsins að allir séu jafnir fyrir lögum. Vona sannarlega að svona verði fréttir ekki úr okkar kerfi innan nokkurra ára -

Gulli Gutt sem dæmdur var til XX mánaða fangelsi fyrir innflutning á XX efnum, afplánar í lúxussvítunni á Hrauninu.   


mbl.is Stjörnufangavist París Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hvernig eru fangar valdir til að vera á Litla-Hrauni eða Kvíabryggju? Ég veit að það er ekki hægt að borga sig fram hjá aðstæðum, en eitthvað ræður þessu. Kannski spurningin um hámark á öryggisgæslu sem þykir nauðsynleg?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.7.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Jú þeir eru valdir, en samkvæmt öllu á það að vera eftir eðli brota. held að á Kvíabryggju sé þeir sem fá kusk á hvítflippann eða það sem einu sinni hét hvítflippaglæponar.

Kristín Dýrfjörð, 14.7.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: svarta

 Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég mundi klára doktorsritgerðina fljótar í kvennafangelsinu?!?!

svarta, 14.7.2007 kl. 20:03

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Svarta, ég held að þér myndi aldrei takast að gera neitt sem þú fengir þig dæmda fyrir. Nema þú gerist andvirkjanasinni og eyðileggir stíflu. En jafnvel Mývetningar 65 sem voru dæmdir fyrir að eyðileggja stífluna í Laxá forðum fengu bara skilorðsbundinn dóm upp á að mig minnir 12 daga. Það var þá sem Starri í Garði, alltaf á undan öllum öðrum með góðar hugmyndir, stakk upp á heimangöngutukthúsinu. Bændurnir myndu sinna gegningum á morgnana og mættu svo yfir daginn í gamla prestshúsinu á Skútustöðum sem þá var ekki orðin náttúrurannsóknastöðu, og afplánuðu. Hefðu jafnvel getað fengið frí á sunnudögum. Engin vaktavinna hjá fangavörðunum. En það bara rauf enginn skilorðið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.7.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband