Litli svarti Sambó og Litla hvíta Lukka

 

1890_lg
Myndskreyting Fred Marcellino

Fyrir mörgum árum kom breskur skólastjóri í heimsókn þar sem ég var þá leikskólastjóri. Hann horfði stóreygur í bókahillurnar hjá okkur, vegna þess að þar var ein helsta bannbók enskra barnabóka, sjálfur Litli svarti Sambó, eftir Helen Bannermannog að hún væri uppáhaldsbóka íslenskra barna fannst honum merkilegt. Sagði mér þá að Sambó væri búin að vera mörg ár á bannlista þar vegna rasískra viðhorfa. Ég skyldi ekki á þeim tíma hvað var rasískt við söguna sjálfa enda kom í ljós að það er nafngiftin Sambó sem er vel þekkt sem níð og niðrandi hugtak um svart fólk. Bókin hefur á seinni árum verið endurútgefin í Bretlandi með nýjum myndum og Sambó heitir nú, Story of Little Babaji. Sagan sjálf er ævintýr þar sem lítil drengur sigrast á aðstæðum  - en vegna þess hvaða mynd var dregin upp með bæði nafngiftinni og myndskreytingunni gleymdist það 

Þá má heldur ekki gleyma að Englendingar eru nýlenduherrar og þurfa verulega að gæta sín í samskiptum við fyrrum nýlendur. Í fræðunum er til hugtakið nýlenduvæðing hugarfarsins - þegar það gerist, gera viðkomandi sér ekki einu sinni grein fyrir hversu meiðandi sumt það sem sagt er og gert getur verið fyrir aðra.  En svo fannst mér nafnið á lögfræðingunum pínu fyndið Sjálfur Enright sem gerði athugasemd

Stenst ekki mátið að bæta við hér slóð á upplýsandi grein um Litla svarta Sambó- og hvers vegna nafnið vakti svona mikil viðbrögð sérstaklega í Bandaríkjunum. Jafnframt læt ég fylgja með slóð inn á Wikipedia um bannaðar bækur

umbrella300
Myndskreyting Christopher Bing
Story of Little Black Sambo

mbl.is Tinni fjarlægður úr barnabókahillum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk fyrir þetta. Listinn yfir bannaðr bækur er sérstaklega áhugaverður.  Fróðlegt að skoða hvað það er sem verður til þess að bækur eru bannaðar.  Gæti aukið skilning okkar á ólíkum menningarheimum.  En eitt er víst að salan á Tinna í Kongó eykst við bannið.

Rósa Harðardóttir, 13.7.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: svarta

Mér hefur alltaf þótt þetta skemmtileg saga. Breyttust tígristírin ekki í smjörlíki sem hann notaði til að búa til pönnukökur?

Annars er ég hálfgerður nýlenduhöfðingi þar sem ég colonizing other people´s stories í rannsóknum mínum!!!!

svarta, 13.7.2007 kl. 10:18

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Jú Svarta tígrisdýrin hlupu svo hratt í kring um tré að þau breyttust öll í smjör sem börnin skófluðu upp og mamma notaði til að baka tígrísdýrapönnukökur. En annars þá fann ég líka mjög skemmtilega samanburð á litla svarta Sambó og Litlu hvítu Lukku sem sýni nú kannski best hversu nýlenduvæddar myndirnar og nöfnin eru. (ætla bæta þeim við í bloggið hér að ofan).

Skil þessar áhyggjur um nýlenduvæðinguna í rannsókninni þinni - verður bara að díla við það.

Og Rósa vegna einhvers eru forboðnir ávextir taldir bragðast best - ætli það sama eigi ekki við um bækur.

Kristín Dýrfjörð, 13.7.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hei, er ekki búið að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll með hugtakinu "meðrannsakendur"?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.7.2007 kl. 17:03

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Svo eru ýmsir sem telja það vera feluleik - enjú, í flestum tilvikum á það að held ég að ganga

Kristín Dýrfjörð, 13.7.2007 kl. 17:05

6 Smámynd: svarta

en það eru ekki allir sem vilja vera meðrannsakendur og skuldbinda sig þannig við verkefnið. enginn fær borgað og vilja ekki endilega analæsa líf sitt í öreindir. þá verður maður bara að arðræna þá og þeirra sögur. en meðrannsakendur mínir (2 af 6) hafa nú langt heilmikið til málana. þannig að þau voru nú ekkert að þykjast vera að gera rannsókn

svarta, 13.7.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband