11.7.2007 | 01:48
Sólborg nafli Akureyrar
Ríkiskaup hefur nú boðið út fjórða áfangann á Sólborg en þar er Háskólinn á Akureyri til húsa. Þegar þessari byggingu verður lokið verður vonandi hægt að sameina svo til alla starfsemi háskólans undir eitt þak. Með nýju byggingunni skapast líka aukið svigrúm og sóknarfæri fyrir Akureyri t.d. varðandi ráðstefnuhald. Ég sé reyndar að þar sem nýi áfanginn á að mæta gömlu Sólborg myndast stórt og mikið L laga svæði sem snýr á móti suðri og austri og er í skjóli frá norðanáttinni, þaðan er er líka nokkur skref í fallegt útivistarsvæði.
Í horninu á eftir að myndast fyrirmyndartorg fyrir ýmsa atburði og jafnvel tónleikahald. Arkitektarnir sögðu mér að gert sé ráð fyrir raflögnum utan dyra á svæðið. Ég held að Sólborg geti orðið að nafla bæjarins. Kannski loksins þegar ég byrjaði við HA gekk strætó ekki einu sinni nálægt nú stoppar hann þó á Borgarbrautinni. Saga Sólborgar er líka saga heimila sem voru reist utan við samfélög svona í hæfilegri fjarlægði fyrir okkur öll, þannig að við þyrftum ekki að upplifa að til var fólk sem bjó eða fæddist til öðruvísi lífs en við sjálf. Þó ekki væri nema í nafni þeirrar sögu á Sólborg skilið að verða nafli bæjarins. Reyndar finnst mér vanta skjöld (kannski hefur hann bara farið fram hjá mér) með sögu þessa húss með ágripi af sögu þeirrar stofnunar sem þar var. Alveg eins og Íslandsklukkan er áminning (og fær heilmikla umfjöllun á vef skólans) er saga Sólborgar líka áminning Hún má ekki verða gleymsku að bráð.
Athugasemdir
Það er merkilegt að þegar Sólborg hætti að vera heimili fatlaðra og varð að háskóla um miðjan síðasta áratug, þá var allt í einu farið að tala um að hún væri í miðjum bænum. Þó var farið að byggja Síðuhverfið, ysta hverfið í bænum 15 eða 20 árum fyrr. Þá voru líka vegasamgöngur bættar til Sólborgar. En strætó þarf ekkert að fara alla leið upp á bílastæðið við Sólborg, það er ekki mjög langt niður á Borgarbrautina; ekki fer strætó að hvurju húsi HÍ.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.7.2007 kl. 18:05
heyrðu Kristín , ég þarf víst að klukka þig svo ég verði ekki félagsskítur en leiðbeiningarnar eru hér og hér .
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 11:53
Heyrðu ég hef aldrei verið mikið fyrir eltingarleiki og allar keðjur slitið - ætla að sjá til með þessa
Kristín Dýrfjörð, 12.7.2007 kl. 14:10
Ég er sammála um að strætó þurfi nú ekki að aka með mig upp að útidyrum en áður en borgarbrautin kom - var þetta dágóður spotti að labba. En já það er líka skrýtið að sjá hvernig miðjan hreyfist til eftir því hver á í hlut.
Kristín Dýrfjörð, 12.7.2007 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.