Hin sívinsæla grænmetissúpa

Sonur minn hringdi áðan og spurði hvort það sé ekki langt síðan ég hafi eldað matarmikla grænmetissúpu? Jú ekki frá því þið voruð hér síðast að spyrja um það sama – en segi svo að ég skulu demba einni saman.

 

Uppskriftin er pínu lauslegt viðmið um hvað eigi að vera í súpu á þessum bæ,

Núna lenti í henni

  • Lítil blómkálshaus,
  • Einn púrrulaukur
  • 2 stilkar af sellerí
  • 3 lauf hvítlauk
  • 1 rauðlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 6-8 gulrætur
 

Allt smátt skorið og bakað upp í olíu – slatta af vatni bætt út í.

 
  • Slatti af íslensku bankabyggi
  • Ólívuolía
 
  • 1 Msk koriander fræ – mulin í mortélinu
  • 2. Ferningar af grænmetiskrafti úr Yggdrasil –eru reyndar vel sterkir.
  • Slatti pipar

Soðið í ca 45 – 55 mín

 

Tvær dósir af niðursoðnum smáskornum tómötum

Með þessu er hent saman í litlar brauðbollur – slatti af

  • Hveiti
  • Risahöfrum
  • Semsamfræjum
  • Durumhveiti
  • Salt og ólívuolía
  • Lífræn ab mjólk blönduð vatni,

Til að flýta fyrir hefingu (af því að fyrirvarinn var svo skammur – skellti ég deiginu í 15 mínútur í 50 gráðu heitan ofninn). Svo bara að móta bollur – og baka.

   

Og svo bloggar maður bara um heila galleríið og leggur á borð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hversu stórir risar voru hafrarnir? Voru það hafrarnir sem fóru undir brúna?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.7.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Nei þeir óðu fljótið, þurftu enga brú þeir voru svo risa stórir.

Kristín Dýrfjörð, 10.7.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Vá! Þetta er svo rosalega löng uppskrift - efast um að ég haldi athyglinni í að klára hana  Hún er hinsvegar mjög girnileg - verði ykkur að góðu

Valgerður Halldórsdóttir, 10.7.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

iss- hún kallast líka að klára það sem er í grænmetisskúffunni - og tekur klukkutíma frá a- til ö svo...  grunnur rauðlaukur- hvítlaukur og krydd

Kristín Dýrfjörð, 10.7.2007 kl. 23:28

5 identicon

Efa ekki að bæði súpa og bollur hafa bragðast vel.

Síta (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 11:16

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Humm eins bragðlaukarnir muni eftir mixaðir grænmetissúpu borin fram með þeyttum koríander og rjóma, og nýju hunangslöguðu brauði heima hjá einhverjum síðasta vetur - humm kannski þér.

Kristín Dýrfjörð, 11.7.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband