Lilló og Snati

Það er tvennt sem Lilló stenst ekki boð frá, börn og dýr. Þau þurfa ekki nema rétt að líta á hann og hann bráðnar og "hlýðir". Nú kom Snati í heimsókn, Snati, þrílita læðan sem Sturla átti, en varð að flytja í næsta hús. Ástæðan fyrir flutning var nefnilega spurning um mig eða kisu - reyndar held ég að þeir feðgar  hafi þurft að hugsa sig aðeins um. En ég sem sagt hafði vinninginn, en þá voru augnlokin orðin fjórföld - ég leit út eins og leikari í B horromynd. Snati hún flutti í næsta hús og svo kemur hún í heimsókn. Hún er hérna núna - snuddaðist í kring um Lilló - labbaði ein hring upp á sjónvarsstólnum hans og og horfði svo biðjandi á hann. Lilló segir " á ég að láta það eftir þér og fá mér sæti" - " æi ég nenni því ekki" og svo var aðeins meira mænt og nú situr Lilló með malandi kisu í fanginu og klappar henni.

 

lillosnati

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband