Dæmi um lýðræðislegt hópastarf

Reggio fundur

 Fulltrúar Kóreu, Ástralíu, Hollands og Bretlands

 

 

 

 

 

reggiofundir
   

Fulltúar frá Reggio Emilia Institutet í Stokkhólmi

 

 

reggiofund

Fulltrúar Reggio Children frá Ítalíu

 

 

Fyrir rúmri viku var ég í Stokkhólmi á alþjóðlegum fundi tengdum Reggio Children á Ítalíu.  Við vorum þarna til að ræða framtíðaráform, möguleg samstarfsverkefni, það sem er á döfinni í Reggio, og margt, margt fleira. Á föstudagsmorgun fórum við í hópa. Búið var að taka saman í spurningarform ýmis álitamál sem við landsfulltrúarnir höfðum sent Reggio  Children fyrir fundinn. Þessum pælingum var í meginatriðum hægt að skipta í þrjá flokka. Þegar við fórum að ræða mögulega skiptingu á umræðuefnum í hópa kom babb í bátinn, allir vildu hafa heimild til að ræða alla flokka. Það tók 20 mínútna umræðu til að komast að niðurstöðu, þá tók við 15 mínútna umræða um hvernig ætti að skipta í hópa, þannig að hver heimsálfa hefði sína rödd í hópunum og væri þar sem hún vildi vera og til að ræða vinnufyrirkomulag við að skila af sér. Loksins eftir um 40 mínútur var hver hópur kominn í sitt vinnuherbergi. Þá tók við í mínum hóp 10 mínútna umræða um hvernig við ættum að haga hópastarfinu. Klukkutíma eftir að hópastarf átti að hefjast samkvæmt dagskrá fór það af stað. Þá fékk hver fyrir sig í hópnum 5 mínútur til að segja það sem hann vildi – koma sínum hugsunum á framfæri. Eftir það var samtekt og atriði sem stóðu upp rædd áfram og svona hélt þetta áfram kolla af kolli allan föstudaginn og fyrir hádegi á laugardag. Þá hittust allir hópar og gerðu grein fyrir sínu og heitar umræður sköpuðust í eina 3 tíma.

 

Hér á Íslandi sæi ég þetta ekki gerast – hér væri strax farið að tala um tímasóun, um að fara illa með tíma fólks, það yrði engin umræða um hversu lýðræðislegt þetta vinnuform er – en eins og allir vita tekur lýðræði tíma en það skilar líka eftirminnilegum samræðum og dýpri skilningi á viðfangsefninu. Enda var það sem gerðist þegar við loksins komumst af stað – fórum við bæði djúpt og langt.

 ps Ákvað að bæta inn inngangi að viðbrögðum Reggio Children til okkar sem sátu fundinn, við því sem kom út úr hópastarfinu -

From the bottom of our hearts many, many, many thanks to all of you.

We would like to tell you that ...
  • Your questions are also our questions.
  • Your visions are also our visions.
  • Your mission is also our mission.
  • Your challenges are also our challenges.
…Your uncertainties regarding your identities are uncertainties we also have  

Regarding our identities:The sharing of your thoughts helped us to generate the inventory, the map of ideas and hypothesis for our future work we shared with you at the end of the meeting. 

  • How many times during our years of collaborations we had periods of difficulties, problems, especially based on new experiences we wanted to build and carry on? 
  • How many times because of the increase of all our activities we have been in transition? 
  • How many times during these last years we had to welcome things that were changing, taking our risks, sometimes making mistakes because we wanted to give more strength to our relationships?  

 

We think that during our journey together, just because we wanted to collaborate, just because we had strong beliefs in what we were doing, just because we were committed, we have always respected our differences also giving strength to the aspect of reciprocity.  We would say that for us, this period is definitely characterized by the many elements we mentioned above.  We think we will overcome it in a positive way, if we all use our effort and positive energy as a resource…
  • if we continue to listen to each other…
  • if we continue to talk to each other…
  • if we increase the quality and quantity of our communication…
  • if we also learn how to collaborate maybe in other ways but still with all the passion that belongs to our relationships.  

Especially now, we really need each other.We really need to be close to each other.We really need to feel responsible for everything we do.

But we think that, above all, we need time during the process of this big evolution. We deserve time.We all have the right to ask for time in order to evolve, to generate and elaborate deep thinking and meaningful actions together.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband