Að setja puttaplástur á svöðusár

En eina ferðina á að meðhöndla einkenni en skoða ekki orsakir. Setja sig í hlutverk þess sem valdið og vitið hefur. Fara með málefni frumbyggja eins og smábarna. Meira að segja hafa SÞ sett fram tilskipun um að meira samráð skuli haft við börn í veröldinni er stjórnvöld í Ástralíu virðast hafa við eigin frumbyggja. Mér er enn afar hugstæð mynd sem sýnd var s.l. vetur um munaðarleysingahæli og sundrun fjölskyldna á meðal frumbyggja í sjónvarpinu. Lærdómsrík og sterk mynd.

 

Auðvitað er hræðilegt að börn og heilu fjölskyldur skuli lifa við ofbeldi og að jafnvel margar kynslóðir hafi verið sviptar rétti sínum til æsku og mannsæmandi lífs. En eru þetta aðferðir sem eiga eftir að skila samfélaginu einhverjum mannbótum  - það efa ég. Sennilegra er að bannið leiði til enn meiri hörmunga.

 


mbl.is Áfengi og klám bannað á svæðum ástralskra frumbyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fasismi hefur aldrei skilað betri lífsgæðum og mun aldrei gera það.

Geiri (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband