20.6.2007 | 11:30
Alvarlegar en ekki óvæntar fréttir
Þetta eru alvarlegar fréttir þó vissulega komi þær ekki á óvart. Þúsaldarmarkmiðin voru frá upphafi metnaðarfull og vissulega að einhverju leyti möguleg. En því miður hafa börn og menntun þeirra ekki verið forgangsmál í hinum stóra heimi. Það er líka alvarlegt að af þeim börnum sem þó ganga í skóla eru mun færri stúlkur en drengir. Af því hafa menn mikla áhyggjur, sérstaklega vegna þess að sýnt hefur verið fram á að menntun kvenna og stúlkna skilar meira til barna og þ.a.l. til samfélagins í heild en menntun drengja (sorry strákar). Þættir eins og mikilvægi móðurmjólkur fram yfir formúlu er eitt, stuðningur við menntun allra barna í fjölskyldum er annað sem er líklegrar til að ganga vel ef tilboð um menntun er sérstaklega beint að stúlkum.
Okkur ber skylda sem eins af ríkustu samfélögum heims að leggja okkar að mörkum til menntunar barna, til þess að tryggja lýðræði og þar með lífvænlegan heim fyrir okkur öll.
Hvet reyndar líka til að fólk lesi skýrslu utanríkisráðuneytisins um mannréttindamál
Þúsaldarmarkmið um menntun fyrir öll börn næst ekki að óbreyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.