6.6.2007 | 18:48
Faglegur metnaður
Það er ekki lengur ágreiningur í samfélaginu um hvort leikskólinn eigi að vera til fyrir alla eða ekki, það er ekki ágreiningur um hvor hann á að vera hálf- eða heildags. Í könnun sem borgin lét gera kemur fram mikið stolt starfsfólks leikskóla af starfi sínu það upplifir samtímis ákveðið virðingarleysi. Þetta er þversögn sem hefur verið að þvælast fyrir starfinu. Við viljum öll góða leikskóla bestu mögulegu leikskóla fyrir börnin okkar, en hingað til höfum við ekki verið tilbúin að borga. En með nýrri ríkisstjórn og metnaðarfullu leikskólaráði er ég viss um að þetta breytist.
Í könnunni kemur líka fram að miklu minni starfsmannavelta er á fagfólkinu og minnst af öllu á leikskólakennurum. Hluti af gæðastarfi leikskóla er hátt menntunarstig og stöðugleiki í starfmannahópnum. Með tillögum starfshóps borgarinnar er ætlunin að styrkja hvorutveggja.
Þessu ber að fagna og legg ég til að ungt fólk skoði þá möguleika sem HA hefur upp á að bjóða, bæði í fjar- og dagnámi.
Vilja auðvelda starfsfólki á leikskólum að ljúka fagnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.