Faglegur metnaður

Það er ekki  lengur ágreiningur í samfélaginu um hvort leikskólinn eigi að vera til fyrir alla eða ekki, það er ekki ágreiningur um hvor hann á að vera hálf- eða heildags. Í könnun sem borgin lét gera kemur fram mikið stolt starfsfólks leikskóla af starfi sínu – það upplifir samtímis ákveðið virðingarleysi. Þetta er þversögn sem hefur verið að þvælast fyrir starfinu. Við viljum öll góða leikskóla – bestu mögulegu leikskóla fyrir börnin okkar, en hingað til höfum við ekki verið tilbúin að borga. En með nýrri ríkisstjórn og metnaðarfullu leikskólaráði er ég viss um að þetta breytist.  

Í könnunni kemur líka fram að miklu minni starfsmannavelta er á fagfólkinu og minnst af öllu á leikskólakennurum. Hluti af gæðastarfi leikskóla er hátt menntunarstig og stöðugleiki í starfmannahópnum. Með tillögum starfshóps borgarinnar er ætlunin að styrkja hvorutveggja.  

  

Þessu ber að fagna og legg ég til að ungt fólk skoði þá möguleika sem HA hefur upp á að bjóða, bæði í fjar- og dagnámi.


mbl.is Vilja auðvelda starfsfólki á leikskólum að ljúka fagnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband