Blómlegt mannlíf í Ölfusi

Hlustaði á Barböru Guðnadóttur, menningarfulltrúa Ölfus lýsa blómlegu menningarlífi þar, ræddi meðal annars um tónleika, þjóðahátíð og um opnun sýningar um bernsku Þorlákshafnar á Sumardaginn fyrsta. Þar má víst sjá börn á bryggju og svona – var hugsað til eigin æsku með færi á bryggjunni á Eskifirði og stundum soðningu handa ömmu eða marhnút handa mömmu á Króknum. Held að nútíma foreldrar vildu fæstir vita af börnum sínum við þær aðstæður sem við mörg ólumst upp við. Um okkur fer hrollur.

 En annars var Barbara skelleg að vanda og ræddi af skynsemi um málefni innfytjenda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband