4.5.2014 | 19:45
Lífsplaniđ
Ég rćddi viđ unga konu nýlega sem sagđi mér ađ hún hefđi skipt um lífsplan. Ég fór ađ hugsa hvert var mitt lífsplan og er ég sátt viđ hvernig ţađ hefur ţróast? Ég valdi leikskólann en ég er líka nokkuđ viss um ađ ţađ eru margir sem ekki átta sig á hvađ starfiđ í leikskólanum er frábćrt og hvađ ţađ í raun býđur upp á margbreytileg lífsplön.
Ţeir hafa liđiđ hratt áratugirnir síđan ég ákvađ ađ verđa leikskólakennari. Frá ţví ađ ég man eftir mér eru nokkrir ţćttir í umhverfinu sem mér hafa ţótt skemmtilegri en ađrir, mér hefur t.d. alltaf ţótt saga og sagnfrćđi sérlega skemmtileg, í barnaskóla gat ég ekki beđiđ eftir ađ ţessi fög yrđu hluti af námi mínu, öfundađi eldri systkini mín ógurlega, ég gat dundađ mér langar stundir viđ teiknun, málun, dúkristur og fleira skemmtilegt sem snéri ađ myndlist, heimspeki hún heillađi sem og uppeldisfrćđi. Ţegar ég valdi mér framhaldsskóla valdi ég skóla ţar sem gat sinnt öllu ţessu og enn fleiru. Náttúrufrćđi og vistfrćđi ţóttu mér áhugaverđ og enn ţann dag í dag bý ég ađ ţeirri kennslu sem ég fékk. Í vistfrćđi skođuđum viđ vatnasvćđi Elliđaáa og lćrđum um ofvöxt ţörunga, eitthvađ sem ég hugsa um í hvert skipti sem ég set ţvottaefnin í ţvottavélina mína.
Ađ velja mér lífsplan
Eftir stúdentspróf stóđu mér margar dyr opnar, ég íhugađi ađ sćkja um í listnámi, ég hugsađi líka um sagnfrćđi og um tíma velti ég bókasafnsfrćđi fyrir mér, en á endanum valdi ég ţađ sem hafđi reyndar stađiđ hjarta mínu nćrri ađ lćra ađ verđa leikskólakennari. Ég hafđi starfađ í leikskólum á sumrin og áttađi mig á ađ í gegn um ţađ nám gat ég samrćmt svo margt af mínum áhugamálum. Námiđ var líka fjölţćtt, mikil áhersla á listgreinar, á sögu og heimspeki menntunar.
Reynslan af lífsplaninu
Eftir útskrift fór ég ađ vinna í leikskóla fyrir 1-3 ára, á tveggja ára deild. Ţar vann ég međ skemmtilegum hóp og börnin voru auđvitađ frábćr. Tveimur árum seinna varđ ég leikskólastjóri á leikskóla fyrir 3-6 ára börn. Ţađ reyndi verulega á mig og ég óx og dafnađi faglega og persónulega. Gerđi mistök og lćrđi vonandi af ţeim, tók ţátt í ađ móta flottan leikskóla ţar sem unniđ var af metnađi. Ţar sem viđ, samverkafólk mitt og ég, náđum ađ ţróa saman faglegar áherslur sem viđ vorum og erum enn stolt af. Okkar einkenni var skapandi starf, áhersla á ađ skapa og skynja, áhersla á tónlistir og sjónlistir, á lćsi, samskipti og stćrđfrćđi. Áherslur okkar lágu í ađ framkvćma gegn um leik. Ađ börnin upplifđu ađ lífiđ í leikskólanum snérist í kring um leik.
Viđ sem unnum saman viđ lifđum og hrćrđumst í starfinu okkar og viđ skyldum aldrei ađ einhverjum öđrum ţćtti ţađ ekki eins merkilegt og okkur. Seinna bćtti ég viđ mig meira námi en auđvitađ á sviđi leikskólans. Ellefu árum eftir ađ ég varđ leikskólakennari varđ ég svo háskólakennari, fékk ţađ skemmtilega verkefni ađ kenna verđandi leikskólakennurum.
Valdi ég rétt?
Ţegar ég horfi til baka og skođa val mitt er ég handviss um ađ ég valdi rétt. Ég valdi starf ţar sem ég gat fengiđ útrás fyrir hin ýmsu áhugamál mín. Ţar sem hver dagur er ólíkur deginum á undan. ţađ ađ brautin sem ég valdi mér eftir stúdentspróf var einmitt rétta brautin. Gott lífsplan.
Stundum set ég athugasemdir viđ ţađ sem er ađ gerast í umhverfi leikskólans. Ţađ er vegna ţess ađ mér er umhugađ um hann og finnst vćnt um hann. Ég vil ađ hann haldi áfram ađ vera ţessi stórkostlegi stađur sem ég upplifđi og sem hann er ađ mestu leyti enn ţann dag í dag. Stađur ţar sem hver dagur er dagur nýrra áskorana og ćvintýra.
ţeir sem vilja frćđast meira um störf leikskólakennara og nám ţeirra er bent á vefinn http://framtidarstarfid.is/
Kristín Dýrfjörđ, leikskólakennari og dósent viđ Háskólann á Akureyri.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 5.5.2014 kl. 01:22 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.