Óskirnar búa í hjartanu

Nýlega heyrði ég samræðu tveggja barna, hann fjögurra og hálfsárs og hún tveimur árum eldri. Yngra barnið fór að ræða um óskirnar sínar. Þær byggju í hjartanu sagði það, og þegar hjartað hvílir sig á nóttunni  og sefur þá hvíla óskirnar sig og sofa líka. Og þegar maður deyr þá er maður ekki lengur til og þá eru óskirnar heldur ekki til. Eldra barnið hlustaði með athygli á og sagði svo "já og svo lætur guð óskirnar rætast". Yngra barnið horfði stóreygt á það eldra og spurði svo "hvað er guð?"

Vel að merkja yngra barnið er vel verseraður í englum og himnaríki, en guð hefur einhvernvegin alveg farið fram hjá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband