Hliðarsjálfið

Ég hef haldið úti þessari bloggsíðu frá því snemma árs 2007, stundum hef ég verið virk og stundum minna virk í skrifum mínum. Hér hef ég deilt ýmsu úr mínu persónulega lífi, skoðunum mínum á mönnum og málefnum. Hér er ég oftast verulega pólitísk. Hinsvegar hef ég lengi átt mér þann draum að búa mér til síðu þar sem ég geymi "bara" leikskólatengt efni á. Ég ákvað að láta slag standa og útbjó mér hliðarblogg við þessa síðu. Á nýju síðunni ælta ég að setja ýmislegt efni, frá mér og öðrum sem MÉR finnst áhugavert og vil koma á framfæri við fleiri.

Nýja bloggsíðan er auðvitað enn á brauðfótum en ég vona að mér gefist tími i sumar til að fylla betur út í hana. Ég vona auðvitað að hún eigi eftir að gagnast leikskólafólki og kannski áhugasömum foreldrum. Hef til dæmis hugsað mér að einn flokkurinn þar fjalli um samstarf foreldra og leikskóla.

Fyrir áhugasama þá er slóðin á nýju síðuna sem heitir Leikskólalaupur http://leikskolabanki.blog.is/blog/leikskolabanki/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband