ÓFAGLÆRÐUR leikskólakennari óskast?

Hvaða rugl er þetta endalaust í fjölmiðlum um faglærða leikskólakennara. Eru til öðruvísi? Eru til ófaglærðir læknar, lögfræðingar, prestar eða leikskólakennarar? Blaðamönnum er auðvitað vorkunn að því leitinu til að í þeirra stétt er það frekar undantekning en regla að blaðamenn séu faglærðir. En þrátt fyrir að það sé þeirra vandmál þurfa þeir ekki endalaust að klína því á aðrar stéttir, sérstaklega okkur leikskólakennara.

Neysluhléið er allt annað mál, mér finnst borgin taka vitlausan pól í hæðina í því máli eins og ýmsum öðrum sem snúa að leikskólanum. Stundum finnst mér þeim meira að segja vera uppsigað við leikskólann, ég veit að það er auðvitað ímyndunarveiki, ja alla vega vona ég það.  


mbl.is Sömdu ekki um afnám neysluhlés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja, ekki myndi ég treysta mér til að meðhöndla lungnabólgu eða útbúa samning um yfirtöku á fyrirtæki en ætli ég gæti ekki passað börn án þess að verja nokkrum árum í háskóla til undirbúnings.

Hvað er það nákvæmlega í daglegu starfi sem faglærður leikskólakennari getur gert sem venjulegt fólk getur ekki gert?

Ég efast svo sem ekki um að fólk sem hefur strúderað fræðin getur haft ýmislegt fram að færa en mér þykir það full langt gengið að bera barnapössun saman við faggreinar þar sem starfsleyfis er krafist þar sem viðfangsefnin eru bæði mjög vandasöm og gott verklag mjög langt frá því að liggja í augum uppi og lítil mistök geta verið afdrifarík.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 18:53

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk Hans reyndar er starf leikskólakennara lögverndað og þarf viðkomandi að fá leyfisbréf til þess. Ég er ekkert að draga úr að þú getir passað þín börn og borið á þeim ábyrgð ekki frekar en ég get setið yfir og sinnt mínum börnum þegar þau voru veik. Á sama hátt get alveg verið sálusorgari vina minna sem eiga erfitt og hlustað á raunir þeirra en ég er ekki til þess fallin að veit þeim faglega aðstoð út úr sínum málum. Ég gæti sjálfsagt valið að jarðsetja, þó mér þyki gott að hafa athafnarstjóra við slíkar athafnir, m.ö.o. presta. Og þér að segja held ég að yfirtaka fyritækis sé minna mál en t.d. að átta sig á einhverfu ungra barna svo nokkuð sé nefnt. Að öðru leyti hvet ég þig til að lesa þér betur til um starf og starfsvið leikskólakennara það kæmi þér e.t.v á óvart hvað í raun það er fjölbreytt og hversu mikillar fagmennsku er krafist. Það er nefnilega ekki það sama að bera ábyrgð á lífi og menntun annarra manna barna í hóp og þess að bera ábyrgð á uppeldi eigin barna.  

Kristín Dýrfjörð, 8.2.2012 kl. 19:01

3 identicon

Ég hef nú reyndar gætt barna sem ég á ekkert í og myndi seint leggja það að jöfnu við að gera uppskurð á eldhúsborðinu.

Ég veit að starfsheiti leikskólakennara er lögverndað. Ég get hinsvegar ómögulega fallist á að það eigi að hafa sömu stöðu og leyfisskyld starfsemi á borð við lækningar eða lögfræðistörf (látum prestsskap vera - enda til fullt af ólærðum pastorum og predikurum - sem raunar geta verið vígslumenn).

Er ekki eðlilegra að skoða þetta í samhengi við t.d kokka. Ófaglært fólk getur vitaskuld eldað mat og það er vel hægt að læra að reka veitingaeldhús annarstaðar en í kokkanámi. Sveins- eða meistarabréf í matreiðslu er staðfesting á ákveðinni lágmarkskunnáttu en námið sem liggur að baki er ekki nauðsynlegt til að sinna starfinu vel (með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr kokkum).

Annars ætti ég auðveldara með að taka barnakennara og fóstrur alvarlega sem fagstéttir ef læsi ungmenna virtist ekki vera að þróast í nokkurn vegin öfugu hlutfalli við háskólanám þeirra stétta.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 19:38

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Hans hef grun um að við náum seint saman í skoðunum. Ég t.d. held að leikskólar séu að lyfta grettistaki í tengslum við læsi barna. Rannsóknir sína að stór hluti barna fer með mjög mikla lestrarþekkingu úr leikskólum í grunnskóla. Ég hef líka verið í leikskólum þar sem stærstur hluti þeirra sem þar starfar eru ekki leikskólakennara og ég hef verið í leikskólum þar sem hlutföllinn eru betri, ég sé gríðarlegan mun og ég held að ef þú spyrðir foreldra hvort þeir vildu heldur leikskólakennara eða manneskju með annarskonar menntun eða bakgrunn, velji flestir þeirra leikskólakennarann. Það má vel vera að það skipti þig ekki máli persónulega hvort sá sem ber ábyrgð á menntun og lífi barnsins þíns þann tíma sem það er í leikskólansum sé leikskólakennari en ég get fullvissað þit að þú ert í minnihluta.   

Vandamál leikskólans er hinsvegar að þar vantar mjög leikskólakennara (og það er gamalt vandamál sem tengist ekki menntunarstigi), vandmálið er að það eru of margir leikskólar sem verða að treysta alfarið á "gott fólk". Því miður eru leikskólar þar sem langt, langt innan við þriðjungur þeirra sem vinna með börnum eru leikskólakennarar. 

Kristín Dýrfjörð, 8.2.2012 kl. 20:17

5 identicon

Persónuleg upplifun er ágæt eins langt og hún nær en ættu ekki að vera til aðeins hlutlægari og skýrari sannanir ef leikskólakennaramenntun er jafn mikið lykilatriði og þú vilt meina?

Athugaðu að læsi er mæld með samræmdri aðferð og ástandið hefur versnað. Það hlýtur þá eitthvað mikið að vera að í grunnskólum ef verið er að lyfta grettistaki í leikskólum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 20:34

6 identicon

Hans:

"Hvað er það nákvæmlega í daglegu starfi sem faglærður leikskólakennari getur gert sem venjulegt fólk getur ekki gert?"

Mér finnst bæði móðgandi og sorglegt að þetta viðhorf til leikskólakennara sé ennþá til staðar. (Er það ekki annars rétt túlkað hjá mér að með "venjulegt fólk" áttu við manneskju sem er ekki með háskólamenntun í uppeldisfræði?)

Að sjálfsögðu geta margir passað börn án þessa að vera með háskólamenntun. En sem leikskólakennari er ég ekki að passa eða geyma börn. Leikskólakennarar leggja grunn að framtíð barnsins, bæði hvað varðar menntun þess og þátttöku í samfélagið okkar. Við erum ekki að undirbúa börnin fyrir grunnskóla, heldur fyrir lífið.

Ég þarf að átta mig á hvern einasta einstakling í minni umsjá og finna leiðir til að þau öll geti unnið saman. Hver og einn er með sína sögu, reynslu, áhugamál, erfiðleika, skap og fleira. Ekki er hægt að koma eins fram við öll börn vegna þess að þau eru ekki öll eins.

Meðal annars er það í minni ábyrgð að sjá til þess að öll þessu börn geta verið saman, tjáð skoðanir sínar og á sama tíma virt skoðanir annara, þó svo þau séu ekki sammála....

Ég vinn með sálfræðinga, félagsþjónustuaðila, lækna og að sjálfsögðu með foreldra. Allir með sama markmið: Að gefa barninu bjarta framtíð.  Mikið af þessu starfi er í höndum fagaðila (leikskólakennara) og ekki hægt að leggja á hvaða starfsmann sem er, sama hversu góður hann er í starfi sínu á leikskólanum.

Það er sem sagt ansi margt í starfi leikskólans sem leikskólakennarar geta gert sem "venjulegt fólk" getur ekki.

Elsa (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 20:39

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Lestu skýrslur UNESCO, EFA, OECD og fleiri um mikilvægi leikskóla og mikilvægi gæða í leikskólastarfi og tengsl við framtíðarmöguleika barna, um tengsl við félagslega stöðu þeirra og svo framvegis. Í skýrslum á vegum þessara samtaka er t.d. nokkuð fjallað um tengsl menntunar leikskólakennara og gæða. Svo geturðu t.d. googlað eða farið inn á www.leitir.is Early childhood litteracy, Emergent litteracy, early childhood quality, Early intervention, Educational play, Vygotsky and play. Svo getur þú líka lesið íslenskar rannsóknir ef þú vit um sama efni (t.d. um lesturinn af því að þú virðist svo upptekinn af honum). Þú þarft ekkert mín orð eða að ég lesi í álit foreldra.

PS. Þú talar um samræmda mælikvarða, þeir eru nýlegir ég er ekki viss um að tölur fortíðarinnar væru endilega svo góðar ef mælikvörðum samtímans væri beitt. En það er annað mál.

Kristín Dýrfjörð, 8.2.2012 kl. 20:52

8 identicon

Kristín: Mun kynna mér skýrslurnar sem þú nefndir en betra þætti mér ef þú gætir bent mér á rannsókn þar sem árangur er mældur á skýran kvarða og orsakasamhengi ekki of flækt. Eitthvað slíkt hlýtur að vera til ef svo margir virðulegir aðilar eru sammála um gildi leikskólakennaramenntunar.

Elsa: Ég vona að þú skiljir mig ekki þannig að mér þyki lítið til starfsins koma þótt ég efist um að sérstök háskólamenntun sé sama skilyrðið fyrir því að vinna vel og í t.d lækningum eða lögfræðistörfum. Sumir gætu jafnvel haldið því fram að það gerði starfstétt merkilegri ef getan til að vinna starfið vel þarf að stórum hluta að vera meðfædd.

Annars er kannski best, sé ætlunin að auka virðingu stéttar leikskólakennara, að tala sem minnst um samskipti kennara og leikskólakennara við lækna og sálfræðinga í miðjum stórkostlega dularfullum faraldri ofvirkni og athyglisbrests sem veldur því að þúsundir barna "þurfa" að neyta örvandi lyfja að staðaldri. Of mikil áhrif kennara á greiningar eru nefnilega með líklegustu orsökum ofgreininga.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 21:12

9 Smámynd: Egill Óskarsson

" Ég vona að þú skiljir mig ekki þannig að mér þyki lítið til starfsins koma þótt ég efist um að sérstök háskólamenntun sé sama skilyrðið fyrir því að vinna vel og í t.d lækningum eða lögfræðistörfum."

Nei nei, þér þykir augljóslega mikið til starfsins koma og þess vegna talar þú um að passa börn og fóstrur. Það skín alveg í gegn hvað þú berð mikla virðingu fyrir starfinu, svo ekki sé minnst á þekkingu þína á því.

"Annars er kannski best, sé ætlunin að auka virðingu stéttar leikskólakennara, að tala sem minnst um samskipti kennara og leikskólakennara við lækna og sálfræðinga í miðjum stórkostlega dularfullum faraldri ofvirkni og athyglisbrests sem veldur því að þúsundir barna "þurfa" að neyta örvandi lyfja að staðaldri. Of mikil áhrif kennara á greiningar eru nefnilega með líklegustu orsökum ofgreininga."

Þú ferð fram á að Kristín vísi beint á rannsóknir sem sýna fram á gildi leikskólakennaramenntunar. Hvernig væri að þú vísaðir á alvöru rannsóknir sem sýndu fram á þetta sem þú heldur fram þarna? Af þessum tveimur fullyrðingum er nefnilega bara önnur þeirra umdeild, og það er svo sannarlega ekki sú sem þú heldur að sé það.

Egill Óskarsson, 8.2.2012 kl. 21:23

10 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það eru reyndar ekki kennarar hvorki leik- eða grunnskólakennarar sem mæta með börnin til lækna sem GREINA börnin og skrifa upp á lyf. Og við læknisfræðilegar greiningar er það mat foreldra sem mest vegur. Til að mæla hafa læknar og sálfræðingar útbúið staðlaða matslista fyrir m.a. foreldra. 

En líttu á þessa skýrslu hér, hún er nokkuð yfrgripsmikil og mig minnir að það sé vísað í nýjustu rannsóknir. En hefði haldið að þú værir bara fínn sjálfur í að leita þér upplýsinga, þú ert alla vega nógu duglegur að fella dóma.   

Kristín Dýrfjörð, 8.2.2012 kl. 21:32

11 identicon

Egill: Það er ekki sami hluturinn að bera virðingu fyrir starfi og að líta svo á að þau séu sambærileg við störf lækna og lögfræðinga sem þurfa starfsleyfi af vissum praktískum ástæðum en ekki vegna þess að störf þeirra séu sérstaklega merkileg (það er auðvitað að allra minnsta kosti jafn merkilegt og ábyrgðarmikið starf að gæta barns og að útbúa yfirtökusamning eða setja sílikonpúða í brjóst).

Ég viðurkenni að ég hefði mátt sleppa þessu með ofvirknina. Mér þætti samt gaman að vita á hvaða sviðum fagleg samvinna (þar sem lærdómur er nýttur) leikskólakennara við lækna og sálfræðinga ber sýnilegan ávöxt.

Kristín: Ég ekki að fella dóma heldur að spyrja gagnrýninna spurninga. Að loknu háskólanámi á fólk að þekkja muninn vel. Hafi fólk góð rök fyrir máli sínu á það að geta svarað þeim.

Ég fæ bara "page not found" á hlekknum. Leita sjálfur. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 22:09

12 identicon

Leikskólakennarar greina ekki börn. Okkar hlutverk er frekar að draga úr þau einkenni sem geta valdið börnunum vanlíðan eða erfiðleika. Lyfjagjöf er ekki okkar ákvörðun. Sum börn með ADHD þurfa á lyfjum að halda til að ráða við þær aðstæður sem það þarf að fást við á hverjum degi, en það eru foreldrar i samráði við lækna sem taka ákvörðun um það. Við notum okkur við úrræði sem eru ákveðin í samstarfi við foreldra, lækna og sálfræðinga. Hvert tilfelli er einstakt og þarf að taka tillit til mörg atriði hverju sinni.

Þó svo að það er sorglegt að þetta viðhorf sé enn til staðar hjá sumum er það gott að vita að það er mjög sjaldgæft. Langflestir átta sig á mikilvægi leikskóla og kennara þegar kemur að velferð barna og framtíð þeirra.

Elsa (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 22:13

13 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

http://www.oecd.org/document/0/0,3746,en_2649_39263231_49317504_1_1_1_1,00.html

Kristín Dýrfjörð, 8.2.2012 kl. 22:15

14 identicon

Elsa: Ég sagði: "...áhrif  kennara á greiningar...". Nú væri hrikalega freistandi að segja eitthvað um lestrarkennslu og lesskilning, ef ég væri þannig innrættur

Auk þess er ég margbúinn að segja að mér þykir starf á leikskólum ekki ómerkilegt þótt ég efist um að sérstakt háskólanám sé nauðsynlegt til að sinna því.

Kristín: Þetta er stór skýrsla um stefnu í leikskólamálum sem byggir vonandi og væntanlega á (og túlkar) fjölda rannsókna (og í úrdrættinum sem er aðgengilegur án áskriftar kemur í raun lítið annað fram en að börn dafna betur á góðum leikskólum en slæmum).

Áttu ekki eitthvað sem beinist með hnitmiðaðri hætti að breytunni lærður/ólærður leikskólastarfsmaður?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 01:23

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér sýnist sumir vilja meina að moldakofaviðhorf Hans sé sjaldgæft. Þetta sjalla og einangrunnar moldakofaviðhorf.

það er ekki rétt að það sé sjaldgæft hér á landi á, að mínu mati. Eg held að það sé bara frekar algengt. það er ekki útaf neinu að um helmingur innbyggjara kýs sjallaflokk. þeir eru nýkomnir útúr moldarkofunum hugarfarslega. Og sumir alls ekkert komnir út úr kofunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2012 kl. 10:17

16 identicon

Skrýtin afstaða hjá mörgum, við viljum að fagmaður lagi bílinn, tölvuna,  blöndunartækin og rafmagn. En svo erum við sátt við að ófaglærðir sinni börnum okkar, bæði í leikskóla og skóla. Þetta er til skammar og bæjarfélögum til háðungar. NB. ég er iðnmenntaður, giftur kennara og á dóttir sem er einnig kennari og starfar á leikskóla, þannig að hugsanlega er ég með fordóma.

Kjartan (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband