15.8.2011 | 12:41
Verkfall undirbúið
Verkfalll virðist vera óumflýjanlegt. Félag leikskólakennara hefur verið að senda út leiðbeinandi verklýsingar til leikskólastjóra um hvernig beri að haga störfum í leikskólum á meðan á verkfalli stendur.
Staðan er þannig að enn eru leikskólar sem ekki hafa leikskólakennara á öllum deildum (og lítil hætta á að það breytist í nánustu framtíð ef ekki verið samið). Á slíkum deildum mega vera börn, en hinsvegar er ljóst að leikskólastjórar hljóta að lenda í vandræðum vegna þess að ef þetta starfsfólk á t.d. börn í leikskólum þar sem verkfall gerist verkfallsbrjótar ef það mætir með sín eigin. Því verða þessir foreldrar væntanlega einhverjir að vera heima. Þannig er ekki sjálfgefið að þeir foreldrar sem eru með börnin sín á opnum deildum geti treyst á leikskólastarfið frekar en aðrir.
Leikskólakennarar róa nú lífróður fyrir starfinu sínu. Það er raunveruleg hætta sem steðjar að stéttinni ef leiðrétting á samningum næst ekki. Hætta sem felur í sér flótta í önnur störf og til annarra landa. Eins og staðan er í dag er hlutfall leikskólakennara víðast alltof lágt og ef það lækkar enn veldur það auknu og hættulega álagi á stéttina.
Í flestum leikskólum landsins er verið að vinna frábært starf, þar sem kennarar leiða nám barna í gegn um leik og daglegar athafnir.
Sá fleiri blogg hér að neðan um verkfallið.
Verðum að beita þessu vopni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl Kristín
Góður pistill og ég tek undir það með þér að nú erum við virkilega að róa lífróðurinn, sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu síðan. En eins sagt er að þá er betra seint en aldrei! Málið er einmitt að leikskólakennarar hafa sunnið mikið hugsjónaastarf undir merkjum þjónustu Ábyrgð þeirra er mikil en um leið vanmetin þegar kemur að því að opna launaumslagið.
Það sem fer í skapið á mér í dag er það að upplifa það að margir styðja leikskólakennarar, en fullyrða samt að við munum ekki halda samúð foreldra og fjölskyldna leikskólabarna lengi í verkfalli og það muni sveitarfélagið nýta sér og spara helling á að þurfa ekki að borga okkur laun, þetta er auðvitað rakin svívirða að mínu viti. Foreldrum og fjölskyldum barnanna sem við sinnum á fyrsta skólastigi þeirra ætti að vera gríðarlega annt um launakjör okkar og að vita að þeir sem starfa með börnunum þeirra alla daga allann ársins hring fái mannsæmandi laun.
Annað er það að einhverjir hugsa sem svo að við séum að biðja um 11% launaleiðréttingu UMFRAM það sem aðrir hafa fengið, en það er bara ekkert umfram aðra neitt. Leikskólakennarar hafa ekki fengið samninga sína í geng þegar sambærilegar stéttir fengu sitt í kringum hrunið, þá fór allt út um þúfur og leikskólakennarar sátu eftir með sárt ennið eins og allir vita sem vilja vita það.
Bendi hér á einn ágætan bloggars sem einmitt hefur orð á þessu sem ég nefni hér. http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/1184690/
Áfram leikskólakennarar - við vinnum þennan leik!!!!
Anna Steinunn Þengilsdóttir, 15.8.2011 kl. 17:25
Á medan ad nidurskurdur er allsrádandi er eitt virki sem enginn rædst á, thad er utanríkisthjónustuna. Hún er löngu úr sér gengin og er í dag ad stórum hluta elliheimili rádamann. Their sem haga sér vel geta fengid höll med thjónustufólki, fínum bílum og lúxus.
Ég bý ekki langt frá sendiherrabústad íslendinga í Noregi og mér blöskrar ad sjá brudlid sem fram fer á theim slódum. Thar búa Sigrídur Dúna og hennar frægi kall í fleiri hundrud fermetra höll á dýrasta stad Noregs. Finnst vid hæfi ad skipta erninum í skjaldarmerki thessara byggingar út med hrægammi.
Sendirádid í midbænum er ekki stórt og vinnur ýmis nytsamleg verk. En íslendingar búa vid stóra fjárhagsördugleika og mest af thessari vinnu er hægt ad vinna á netinu og flug til Noregs tekur heldur ekki langan tíma.
Thó svo ad sendirádid sé naudsynlegt ætti thetta fólk ad geta búid um sig í blokkaríbúd á ódýrari stad, nordmenn myndu eflaust sýna thví skilning.
Rekstur slíkrar byggingar samsvarar rekstri ansi margra leikskóla og slíkar byggingar standa til boda úrvalslidinu vída um heim.
Jón Páll Gardarsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.