Blóðið drýpur

Í gamla daga lærði ég söguna af því að þegar kóngar skreppi frá, þá dansi mýsnar. Nú er veisla hjá músum landsins. Daglega berast alvarlega fréttir af aðför að skólakerfinu. Það er vel þekkt að grafa óþægilegar fréttir í öðrum meira ræddum. Nú sýnist mér litlu sveitarfélögin gera þetta.

Í október 2008 var ég erlendis á ráðstefnu um skólamál. Ég bar ekki höfuðið hátt, mest spurð um hrunið og íslensku glæpamennina í bönkum landsins. Ég gat þó sagt að þær raddir væru sterkastar í samfélaginu að hlúð yrði að börnunum okkar, fólk virtist almennt sammála um að standa vörð um menntunina. Það var þá.

Nú eru rúm tvö ár liðin og börnin komin undir hnífinn. Sveitarfélög í skjóli stóra bróður í Reykjavík álykta, möndla og framkvæma.

Það er eitt að skera niður stjórnun eins og verið er að gera í borginni, það er slæmt og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir faglegt og daglegt starf leikskólanna. Hins vegar verður að segja að það er enn nú alvarlega þegar fer saman niðurskurður í stjórnun og ný viðmið um mönnun leikskóla eins og nú er boðað í Vestmannaeyjum.

Í fundargerð bæjarstjórnar er bókað

Meðal þessara leiða eru:
aa
*að sameina rekstur leikskóla
*hækkun leikskólagjalda um 5%
*hætta niðurgreiðslu vegna þjónustu dagmæðra
*að leggja niður stöðu leikskólafulltrúa
*að færa inntöku barna alfarið upp í 24 mánaða og fækka þar með leikskólaplássum
*að víkka út viðmið barngilda á leikskólum
bb
bb 
Það sem situr mest í mér á þessari stundu, er ekki sameining eða það að starf leikskólafulltrúa sé lagt niður. Þó ég hefði haldið að annað hvort dygði. Heldur hitt að VÍKKA ÚT BARNGILDIN.
aa 
Að víkka út barngildin merkir á mannamáli að fjölga börnum og fækka starfsfólk. Eins og staðan er í dag eru 10 - fimm ára börn á einn starfsmann, 8 tíma á dag - með matar og kaffihléum.  Ef 30 fimm ára börn eru saman á deild í 8 tíma er ætluð grunnmönnun 3 starfsmenn. Inn í þeirri grunnmönnun er reiknað með 1.4 tímum í kaffitíma og yfirleitt opnunartími 6-17. Þessum viðmiðum ætlar bærinn að breyta samkvæmt bókunni og fjölga börnum enn nú meira.
 ´
Við lásum stundum draugasögu fyrir börnin í gamla daga (áður en það var pólitískt rangt) þar sem draugaleg rödd sagði, blóðið drýpur, blóðið drýpur. Reyndar var að af blóðappelsínuhnífnum. En það er hins vega ekkert djók að það drýpur blóðið af niðurskurðarhnífnum víða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er svo ömurlegt að það nær engri átt! En þetta er það sem leikskólakennarar voru hræddir við þegar barngildin voru felld úr gildi, þrátt fyrir að því ákvæði hafi eingöngu verið ætlað að fækka börnum per. starfsmann....

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, 11.2.2011 kl. 12:56

2 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Nú þarf að stappa stálinu í stéttina að segja stopp. Ólöglegt er að fjölga börnum án samþykkis leikskólastjóra. Það er kannsi hluti af aðförinni gegn leikskólastjórum að þeir þori ekki að standa gegn fjölgun barna inn í leikskólana.

Elín Erna Steinarsdóttir, 12.2.2011 kl. 22:44

3 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Mig langar bara til að þakka þér fyrir alla góðu pislana þína um leikskólamál. Við megum aldrei samþykkja að víkka út barngildin því það kemur niður á börnunum og eykur enn meira álagið á starfsfólk leikskólanna og nóg er það nú fyrir.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 15.2.2011 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband