Fleira af áhrifum samreksturs skólastiga

Í gćr las ég skýrslu Sambands sveitarfélaga um sameiningu grunn og leikskóla frá ţví í fyrra. Ţar kemur margt ţarft fram sem ber ađ huga ađ. t.d. kemur í ljós ađ ţá störfuđu 21 (+1 síđan og kannski fleiri) samreknir, leik- og grunnskólar (leikskólum hefur ţví fćkkađ samsvarandi og jafnvel meira ţví í einhverjum tilfellum fóru tveir leikskólar í samrekstur). Ég skođađi heimasíđur allra ţessara skóla og/eđa sveitarfélaga og út frá ţví fć ég ađ í 21 tilviki sé skólastjórinn, grunnskólakennari í grunninn og í 10 tilvikum karl. Ekkert kemur fram á heimasíđunum viđ fyrstu yfirsýn um ađ viđkomandi hafi kennsluréttindi á báđum skólastigum í dag. Í skýrslunni kemur fram ađ mismunandi hafi veriđ hvort ađ sveitarfélög hafi auglýst stöđurnar viđ sameiningu. Í eftirfarandi töflu getur ađ líta svör sveitarfélaganna.

Helmingur sveitarfélaga auglýsti ekki stöđu skólastjóra samrekins skóla, sex sveitarfélög auglýstu stöđuna ýmist í dagblöđum á landsvísu, á vef KÍ eđa á vef sveitarfélagsins (sjá töflu 9). Tafla 9. Auglýsing skólastjórastöđu

Fjöldi sveitarfélaga

                    Hlutfall

Alls

18

100,0

Stađan auglýst*

6

33,3

Stađan ekki auglýst

9

50,0

Ekki svarađ

3

16,7

*Auglýst var í Morgunblađi, Fréttablađi, vef KÍ eđa heimasíđum sveitarfélaga.

Ţetta eru einkar áhugaverđar upplýsingar í ljósi ţess ađ einungis einn skólastjórinn í samrekstrarforminu er leikskólakennari. Í fćstum tilfellum gafst ţeim tćkifćri til ađ sćkja um og fá sig metinn í starfiđ.

Ţađ kemur líka fram í skýrslunni ađ einungis eitt sveitarfélag hafi gert kröfu um kennsluréttindi á báđum skólastigum og ađ skólastjórinn hafi ţađ. Ţví má álykta ađ ţađ sé sá stjóri sem er leikskólakennari í grunninn.

Launakjör, ţađ er nokkuđ mismunandi hvort skólastjórar hafi fengiđ launahćkkun vegna samrekstursins en 15 hafa fengiđ uppbót og fimm svara ekki. Skólastjórum er heimilt ađ veita millistjórnendum hćkkun vegna samreksturs, milli 2- 5 launaflokka (vel ađ merkja ţá eru minni munur á milli launaflokka hjá leikskólakennurum en grunnskólakennurum). 11 sveitarfélög nýttu ekki heimilda og 4 hćkkuđu laun millistjórnenda í leikskólum, eitt minkađi kennsluskyldu ađstođarskólastjóra.

Beđiđ var um ađ nefna kosti og galla. Flestir kostir snéru ađ faglegum ávinning s.s. samvinnu og samhćfingu og svo sparnađi rekstri. Međal galla er nefnt:

Helsti gallinn er lítil ţekking skólastjóra á leikskólastarfi og er ţađ stór galli. Ţví funkera deildarstjórar sem skólastjórar í faglegu starfi og skólastjóri sér í raun bara um rekstrarleg og starfsmannamál. En mikil aukning er í samvinnu á milli skólastiga sem ég hef talađ fyrir í nokkurn tíma en viđ ţessa breytingu komst loksins hreyfing ţar á. Mikiđ er um gagnkvćmar heimsóknir og einnig fluttist barn um mitt ár á milli skólastiga, sem ég tel stóran kost ef barniđ er tilbúiđ á allan hátt.

Í umrćđunni eins og hún er núna skiptir máli ađ upplýsingar séu ađgengilegar fyrir alla. Ađ hćgt sé ađ lćra af ţví sem vel er gert og forđast ţađ sem illa er gert. Mér finnst ţađ umhugsunarvert ađ sveitarfélög hafi ekki auglýst stöđurnar og ađ einungis í einu tilfelli sé LEIKSKÓLAKENNARI skólastjóri yfir samreknum/sameiginlegum skóla. Og ţađ í skóla sem er einungis ćtlađur börnum upp ađ 9 ára. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband