Dagur leikskólans - hún hefur verulega þörf fyrir leikskóla.

Þar sem konan þarf greinilega verulega á leikskóla að halda í framtíðinni, þá er ekki úr vegi að vekja athygli á grein eftir formann og varaformann Félags leikskólakennarasem finna má á vef Kennarasambands Íslands. Þar sem fjallað er um gangsemi og gæði leikskólans.  Annars má bæta við að ég las áðan eftirfarandi á fésbókinni (klukkan 17.40)

Ingibjörg Kristleifsdóttirwrote
at 8:26pm on February 3rd, 2009
Við Björg sendum grein í Mbl en þeir vildu hana ekki af því að hún var tileinkuð ákv. degi. Fæ hjálp á morgun til að setja hana hér inn.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta sérkennilegt mat, velti fyrir mér hvort sama gilti ef  dagurinn væri helgaður öðru en börnum. Það segir mér enginn að allri umfjöllun hafi verið sleppt um Dag íslenskrar tungu sem dæmi. Mogginn hefði í það minnst mátt fjalla um leikskólann og leikskólabörn í tilefni dagsins, jafnvel þrátt fyrir að hafna aðsendri grein. Í því felst þjónusta við lesendur og málefnið.

Af vef Kennarasambandsins  

Dagurinn í dag er merkilegur – góðan dag!

Dagur leikskólans 6. febrúar er nú haldinn í annað sinn. Félag leikskólakennara, í samvinnu við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélag og Heimili og skóla kom deginum á laggirnar í fyrra undir yfirskriftinni „Við bjóðum góðan dag – alla daga“. Markmiðið með deginum er að vekja jákvæða umræðu og athygli á því fjölbreytta starfi sem unnið er í leikskólum. Hver og einn skóli og sveitarfélag hefur algjörlega frjálsar hendur um hvað er gert til að vekja athygli á skólastarfinu og deginum.

Gaman
Gott leikskólastarf einkennist m.a. af því að skipulagning og innihald taki mið af því að börnunum þyki gaman, þau njóti sín og hafi alltaf ögrandi og skemmtileg viðfangsefni að fást við. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla er svo heppið, ef svo má að orði komast, að aðalnámskrá leikskóla er mjög víður rammi sem leyfir fjölbreytt skipulag og möguleika á margvíslegum leiðum til að ná markmiðum í skólanámskrá. Það er ekki síst það sem gerir leikskólastarf aðlaðandi og eftirsóknarvert.

Gagnlegt
Það er þekkt að vellíðan er ein af forsendunum fyrir því að nám eigi sér stað. Til að öðlast merkingarbæra þekkingu og þroska þarf manni að líða vel. Í leikskóla fer fram mikill lærdómur. Það er óumdeilt að leikskólanám er afar gagnlegt í nútímasamfélagi því það byggir markvisst undir það sem á eftir kemur og stuðlar ennfremur að jafnrétti meðal barnanna. Leikskólinn hefur þróast, bæði hvað varðar innihald námsins og aðra þjónustu. Hann mætir þörfum barna vel og kröfum foreldra, vinnumarkaðar og samfélags um leið. Skólafólk þarf að hafa þetta allt í huga og þróa áfram í góðri samvinnu við foreldra og rekstraraðila.

Glæsilegt
Leikskólar á Íslandi vekja athygli kennara í öðrum löndum. Það er eftir því tekið hversu vandaðir skólarnir eru og hversu faglegt og fjölbreytt starfið er. Ekki síst vekur eftirtekt, ef ekki öfund, hversu löggjafinn hefur verið framsýnn og markað leikskólanum lagalegan sess til jafns við önnur skólastig. Það er ástæða til að vekja athygli á þessu við hvert tækifæri sem gefst, ekki síst til að viðhalda þeirri góðu ímynd sem hefur skapast. Í þessu skiptir viðhorf leikskólakennara mestu máli. Að tala um starfið, fagið og starfsvettvanginn af virðingu og alúð er besta og ódýrasta kynning sem völ er á. Höldum því áfram hvernig sem árar í samfélaginu.

Björg Bjarnadóttir formaður og Ingibjörg Kristleifsdóttir varaformaður Félags leikskólakennara

 


mbl.is Langaði í eitt barn enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sif Jónsdóttir

Vil benda á takmarkalausa nægjusemi, 8 manns í 2ja herbergja íbúð. Ég er núna í Kaliforníu og get samt ekki séð þetta fyrir mér.

Sif Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Hvað þá 17 í þeirri sömu íbúð, annars var þetta svona víða hér áður fyrr. Það bjuggu margir afar þröngt. En annars rétt ábending, kannski er eitthvað þarna fyrir okkur að læra af. En verður konan ekki bara næsta viðfangsefni Extreme Makeover Home Edition?

Kristín Dýrfjörð, 6.2.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband