Piparkökuhúsin

í eldhúsinu
 

Í dag hef ég átt notalega stund með börnunum í fjölskyldunni. Markmið dagsins var að hver systkinahópur átti að teikna piparkökuhús. hvert hús var mælt út og vinnuteikningar gerðar. Deigið flatt út og síðan bakað. Gerður systir gerðist meistari sykurbræðslunnar og festi öll húsin saman. Börnin tóku svo við og skreyttu af hjartans list. Það var gaman að sjá bræðurna þrjá koma sér saman um hvernig hús þeir vildu gera, og stóra frænda hjálpa þeim með vinnuteikninguna. Og þörf frænda míns í Þorlákshöfn fyrir symmetríu á húsi þeirra bræðra og hvernig þeir fengu smá hjálp frá pabba. Íris eina stelpan í hópnum gerði  kirkju og vildi hafa prest í predikunarstól innst í henni og Stefán gerði Þrúðvang, húsið sem við sjáum út um eldhúsgluggana. Sturlubarnið lallaði um og bablaði við frændur og Írisi.

á skreytingastigiþorp

bumbubúinn nýjasti pilturinn í fjölskyldunaþorp 2

 

á skreytingastigi 4

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var skemmtileg og notaleg stund með systkinabörnunum, verst að eiga ekki barn á þessum aldri. Kem með barnabörnin(vonandi fleiri en eitt) næstu jól.

Kveðja héðan úr þæfingunni.

Elsa systir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Nema hvað, hlakka til að endurtaka leikinn að ári og þá mætirðu með 5 ekki satt!

Kristín Dýrfjörð, 15.12.2008 kl. 00:36

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki var þetta svona metnaðarfullt hjá mínum börnum og barnabörnum.  Ég keypti litatúbur og bónuspiparkökur og börnin skreyttu þær með gulum, rauðum, grænum og bláum litum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.12.2008 kl. 01:09

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Og skemmtu sér örugglega alveg jafnvel, mér hættir til að gera hlutina stóra. Þetta eru Þorfinnu genin í mér, amma Þorfinna var svona.

Kristín Dýrfjörð, 15.12.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband