Tækifæri og ógnanir kreppunnar

Segull öfugur

Undanfarið hef ég hitt leikskólakennara hér og þar. Það fyrsta sem ég geri er að spyrja frétta? Kreppan og áhrif hennar, bæði slæm og góð eru ávallt umræðuefni. Betra að ráða fólk, margir óska eftir að fara í fullt starf sem áður voru i hlutastarfi, fleira fagfólk. Áhyggjur af börnum og fjölskyldum þeirra eru fyrirferðamiklar. Hugleiðingar um hvað leikskólinn geti gert til að mæta því. Rætt um að ekki megi stoppa börnin í hugleiðingum sínum, en samtímis gæta þess að vera ekki að ræða um kreppuna á eigin forsendum nálægt þeim. Allt þetta sem við kunnum um að bregðast við áföllum og það sem við kunnum til að ástunda "alvöru" lýðræði í anda Deweys. Þar sem raunveruleikinn er viðfangsefni en á forsendum barnanna. Um þetta snýst stór hluti umræðunnar. Annað sem talað er um er hvernig rekstraraðilar leikskóla eru að skera niður, ýmsar óhefðbundnar leiðir farnar, spurning hvort að sumar þeirra standist lög og hvað þá kjarasamninga. Það virðist sem mikil sköpun sé þar á ferð. Minni sveitarfélög íhuga að leggja leikskólana undir grunnskólana, starfsmannafundir eru teknir af, endurmenntun skorin niður í lítið sem ekkert, sumstaðar eru laun yfirmanna lækkuð, afleysingar ekki keyptar inn fyrir fasta liði og svo framvegis. Starfsmenntaferðir, jólamatur og jólagjafir til starfsfólks eru slegnar af. Allstaðar leitað leiða til að draga úr kostnaði. Leikskólar eru stofnanir sem nutu ekki góðærisins en þeir eiga sannarlega að borga það.

Leikskólakennararnir sem ég hef talað við eru margir hugsi yfir ástandinu. Þeir velta fyrir sér hvernig best er að bregðast við. Við leikskólakennarar sem aðhyllumst starf í anda Reggio Emilia erum með skólaþróunardag í janúar. Þar er öllum kostnaði haldið í algjöru lágmarki samt velta einhverjir honum alvarlega fyrir sér. En nú reynir á að við höldum hópinn, að við deilum reynslu og ræðum faglegar forsendur starfsins. Að við styrkjum faglega innviði. Samtímis megum við ekki sofna á verðinum og láta með pennastrikum svipta okkur hlutum sem tók okkur áratugi að berjast fyrir.  

Nú ríður á sem aldrei fyrr að vera félagslega virkur, taka þátt í starfi t.d. stéttarfélaga af meiri afli en áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er BÚIÐ að gera pennastrikin.

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.12.2008 kl. 23:33

2 identicon

heyr heyr! Hvaða leikskólar eru  í þessum hóp sem eru með skólaþróunardag í janúar?

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

meðal þeirra eru: Marbakki, Baugur, Fagrabrekka, Sólborg Ís, Sæborg, Grandaborg, Laugaborg, Skerjagarður, Regnboginn, Funaborg, Hálskot, Seljakot, Stekkjarás, Ásheimar, Hádegishöfð, Undraland, Holt, Ösp, Aðalþing, Gullbaugur, Grandaborg, Bjarmi,...  

Kristín Dýrfjörð, 10.12.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband