Lögverndun starfsheitis leikskólakennara

Ég hef undafarna daga verið að velt fyrir mér ýmsum áhrifum nýrra laga um lögverndun starfsheitisins leikskólakennari. Meðal þess sem kemur fram í lögunum er að gert er ráð fyrir að allar lausar stöður leikskólakennara séu auglýstar reglulega. Hingað til hefur starfsheiti leikskólakennara og áður fóstra ekki verið lögverndað. Verndin lá í lögum um leikskóla þar sem kveðið var á um að allir sem störfuðu með börnum í leikskólum ættu að vera leikskólakennarar. Þar var ekki sérstaklega gert ráð fyrir öðrum starfsstéttum og því þurftu ekki að vera til starfslýsingar fyrir aðra en leikskólakennara. Allir sem unnu með börnum á deildum unnu sjálfkrafa samkvæmt starfslýsingum leikskólakennara. Samkvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir að 2/3 þeirra sem starfi með börnum séu leikskólakennarar en þar er íka gert ráð fyrir að í þriðjungi staða sé ekki nauðsynlegt að hafa leikskólakennaramenntun. Með þeirri ákvörðun er verið að koma til móts við ríkjandi ástand og gera þeim sem hafa verið í þessum störfum kleift að semja um aukin réttindi.  

Nú má velta fyrir sér hverjir verði í þeim stöðum sem eru ekki sérstaklega eyrnamerktar leikskólakennurum. Verða það "leikskólaliðar" og fá þá þeir þá sérstaka starfslýsingu? eins og framkoma hér að framan hefur hingað til allt starfsfólk leikskóla unnið samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, það er ljóst að það á eftir að breytast. Ljóst er að það verður að vinna að gerð alla vega tvennskonar starfslýsinga, þ.e. leikskólakennara og ófaglærðra.

Annað sem ég velti fyrir mér er ef að ekki fást leikskólakennarar í allar þær stöður sem þeim eru ætlaðar (2/3 hluta), vinna þeir sem eru í sannarlegum stöðum leikskólakennara samkvæmt verklýsingu leikskólakennara eða aðstoðarfólks? Og ef þeir vinna samkvæmt starfslýsingum leikskólakennara, eiga þeir þá að vera á öðrum launum en aðrir ófaglærðir og eiga t.d. rétt á að vera í sama stéttarfélagi og leikskólakennarar? Hvernig er það t.d. með leiðbeinendur í grunnskólum eru þeir í stéttarfélagi grunnskólakennara eða í verkalýsðfélögum í sínu bæjarfélagi? Og hvernig er það með annað aðstoðarfólki í grunnskólanum eins og stuðningsfulltrúa? eru þeir í KÍ eða viðkomandi BSRB verkalýsðfélagi eða ASÍ verkalýðsfélagi? Ég reikna með að alla vega stéttarfélag leikskólakennara hafi verið farið að huga að þessu nýja landslagi fyrir löngu og farið að ræða við sína félagsmenn þó svo að ég hafi ekki frétt það (enda ekki í KÍ).

Hvort er betra fyrir starfsmann sem hefur lengi unnið sem leiðbeinandi að vera í stöðu sem á að auglýsa reglulega eða vera í "aðstoðarstöðunni"? hvorum megin eru a) betri laun b) meira starfsöryggi?

Ég er með þessum pistli að hugsa upphátt, en þetta er sjálfsagt veruleiki sem er til umræðu í mörgum leikskólum í dag. Og eins og ég sagði hér að ofan kannski eru öll svörin þegar fyrir hendi.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband