Keilir og leikskólaliðanámið þar

Ég las nýlega frétt um að Keilir ætlaði í haust að hefja nám fyrir leikskólaliða, um væri að ræða starfsréttindanám sem veitti viðkomandi seinna möguleika til að bæta við sig hjá þeim og verða aðstoðarleikskólakennari. Jafnframt er stefnt á að bjóða upp á nám til leikskólakennara. Ég fagna því auðvitað að sem flestum gefist færi til að mennta sig og leikskólanum veitir sannarlega ekki af fleira menntuðu fólki. Hinsvegar velt ég fyrir mér hvað sé í raun verið að bjóða upp á. Hvort að þarna sé verið að byggja upp falsvonir. Að fólk fái réttindi sem ég get ekki séð að þeim séu tryggð.  

Inntökuskilyrðin hjá Keili eru 70 einingar á framhaldsskólastig og er námið á framhaldsskólastigi. Í nýsamþykktum lögum um leikskóla og menntun starfsfólk þar er ekki kveðið á um starfsréttindi fyrir leikskólaliða né heldur aðstoðarleikskólakennara, í greininni um starflið leikskóla stendur

Heimilt er að starfsfólk án leikskólakennaramenntunar taki þátt í að annast uppeldi og menntun barna, enda fáist ekki leikskólakennari til starfsins. Kveða má á um leiðbeiningar- og stjórnunarhlutverk leikskólakennara gagnvart öðru starfsfólki leikskóla í reglugerð.

því tel ég hæpið að auglýsa námið sem starfsréttindanám, þegar augljóst er að það er það ekki. Sama á við um aðstoðarleikskólakennaraheitið. Það á sér hvergi stoð í samningum eða lögum. Mér þætti meira traustvekjandi að Keilir hugaði að svona smáatriðum áður en haldi er af stað. Hinsvegar fann ég á vefnum að fólk sem hefur lokið svonefndri leikskólabrú nefnist í kjarasamningi leikskólaliðar (inntökuskilyrði á hana voru 3ja ára starfsreynsla og 230 stundir af fagnámskeiðum, námið sjálft er 31  framhaldskólaeining). Þetta nám er að ég best veit skipulagt í samráði við stéttarfélögin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband