Er það í boði? - Um gæði þess að ofskipuleggja

Tek undir með Jesper Juul sem hefur haft mikil áhrif á danska leikskólakennara lengi vel. Sjálf hef ég haldið því fram að í leikskólum hafi ofskipulag víða tekið yfirhöndina. Það er verið að koma svo miklu fyrir í dagskipulaginu að á endanum er allur tími barnanna skipulagður á einhvern hátt. Tími til að láta sér leiðast er dýrmætur tími sem betur er varið í eitthvað annað, eða er það ekki? En varðandi leiðindin þá held ég að þetta tengist því heilkenni sem ég lýsti fyrir nokkrum vikum og fjallaði um krullubörn.

Fyrir mörgum árum var ég að kenna á námskeiði fyrir starfsfólk gæsluvalla, það sagði að stundum fengi það börn til sín á sumrin þegar leikskólar lokuðu. Svo fóru þau að taka eftir að börnin stóðu aðgerðarlaus og biðu. Hverju eruð þið að bíða eftir? spurðu þau. "Við vitum ekki hvað er í boði" svöruðu börnin. Þegar svo er komið að allt skilgreiningarvald er komið til starfsfólksins verða börnin eins og upptrekt leikföng. Þau eru trekt upp til að taka þátt í þessu eða hinu. Allt frumkvæði og sköpun er út um gluggann. Skólar sem leggja áherslu á mikla stýringu og ytri aga eru líklegir til að ýta undir þessa tilfinningu.

Sjálf hef ég skrifað tvær greinar á íslensku, annarsvegar Netlu um lýðræði og hinsvegar í Athöfn fagblað okkar leikskólakennara sem nú er hætt að koma út, sú nefndist: Hver hefur skilgreiningarvaldið í leikskólanum? (eða eitthvað í þá áttina)

Svo að lokum ætla ég að rifja upp samtal sem ég átti við mér nokkrum áratugum eldri leikskólakennara sem sagði að það væri öllum börnum hollt að leiðast og það að læra að láta sér leiðast væri markmið í sjálfu sér. Mikilvæg lexía. Já og aðrir hafa bent á eitthvað sem heitir orðabók tilfinninganna og "swap" kynslóð. Að leiðast er nauðsynlegt til að byggja upp slíka orðabók og vinna gegn swappinu. (swappa - endalaust að skipta á milli stöðva á fjarstýringunni).


mbl.is Börnum hollt að leiðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var með strákinn minn í þrjá mánuði í ofskipulagningarleikskóla í fyrra hér í Nicaragua. Skólinn kennir sig við Montessori en leggur megin áhreslu á að rækta allt einstaklingseðli, frumkvæði og sköpun úr börnunum. Þeim er líka innrætt að það sé slæmt að vera öðruvísi en aðrir, sérstaklega í klæðaburði. Heldur þú að ég sé að íkja? Þá mánuði sem hann var þarna litaði hann ekki eina mynd frá eigin brjósti - fékk bara að lita inn í form og þegar ég fékk mæðradagsgjöf sem kennarinn hanns hafði málað, fá fór ég og sagði plássinu upp!

Nú er hann í Sænska skólanum í miklu frjálsræði og áform um að minnka enn skipulagða dagskrá. Ég er mjög sátt.

Gerður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Enn ein afleiðing stofnanauppeldis. Foreldrar eyða svo litlum tíma með börnum sýnum að það er keppst við að hafa þann tíma vel skipulagðan.

Elías Theódórsson, 20.5.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband