Alvarlegt

Ég hef lengi haft ákveđnar áhyggjur af sífellt lengri dögum barna í leikskóla. Ţegar vikuleg viđvera barna er ţetta 40 - 45 stundir í leikskóla er ţađ langur tími. Engin sem ţekkir mig getur efast um ađ ég hef tröllatrú á leikskólanum og tel hann skipta gríđarlegu máli. Mér finnst hinsvegar ađ börn og foreldrar eigi líka rétt til ţess ađ verja tíma saman. Tíma ţar sem barn eđa fullorđnir eru ekki annađ eđa bćđi örţreytt. Ţví miđur bíđur samfélagiđ ekki alltaf upp á slíkt. Mér finnst líka athyglivert ađ karlar međ ung börn vinna langan vinnudag (50 tíma á viku), kannski er ţađ vegna ţess kynbundna launamunar sem enn viđgengst og eđli starfa ţeirra, en konur međ ung börn vinna a međaltali um 80% starf. Í óskasamfélagi ćtti vinnutími foreldra ungra barna ekki ađ vera yfir 35 -37 stundum ađ međaltali hjá báđum.

Samkvćmt tölum Hagstofunnar voru 12.027 börn í leikskólum  á aldrinum 3-5 ára um síđustu áramót, af ţeim er rúmlega ţriđjungur eđa 4.712 börn í 9 tíma vistun eđa meira. Önnur 4.797 börn eru í 8 tíma vistun samtals eru ţetta tćplega 80% barna á ţessum aldri. Af ţeim börnum undir ţriggja ára sem eru í leikskóla eru 75% ţeirra í 8 tíma eđa lengur.  

Leikskólarnir hafa eins og alţjóđ veit sumir átt í miklum erfiđleikum međ mönnun undanfarin ár. Samkvćmt niđurstöđum rannsókna sem Capacent birti nýlega er stór hluti leikskólakennara í um ţađ bil 80% starfi, vinnur um 6,5 tíma á dag í ţessum sömu leikskólum. Af reynslu veit ég ađ leikskólakennarar vinna frekar fyrri hluta dagsins (auđvitađ ekki algilt og sumir vinna 4 daga og frí ţann fimmta, sem ). Vegna ţess má ćtla ađ fćst börn séu međ leikskólakennurum síđustu 2 til 2,5 tíma dagsins. Mér finnst ţađ alvarlegt.

Sumir hafa viljađ skipta tíma leikskólans upp í "kennslu" og "gćslu" tíma, eđa "gćđa" og "gćslu" tíma. Sjálf er ég algjörlega ósammála slíkri skiptingu og tel hana í andstöđu viđ allar hugmyndir um nám og reynslu. Viđ vitum ţađ ađ börn lćra álíka af ţví sem er óskipulagt og óyrt og hinu, ţau lćra af viđmóti og viđhorfum sem ţau finna. Ţćttir sem m.a. eru teknir fyrir í námi leikskólakennara.

Allur tími barna er námstími og allt ţađ fólk sem vinnur međ börnum eru ţátttakendur í uppeldi ţeirra. Sjálf vil ég ekki nota orđiđ kennsla um starfiđ í leikskólanum (og geri ţađ aldrei) eđa nemendur um börnin. Ég segi ađ okkur leikskólakennurum beri ađ skapa námstćkifćri fyrir börn og starfsfólk. Skapa umhverfi sem styđur viđ og hvetur til náms barna. Og börn eiga rétt á slíku umhverfi, ţau eiga rétt á menntandi umönnun eins og einhverstađar segir.

Ef ađ flestir leikskólakennarar eru farnir heim um ţrjú eđa jafnvel fyrr ţá velti ég ţví fyrir mér hver sé međ börnin seinni part dagsins- og í hverju stafiđ á ţeim tíma sé fólgiđ. Međ ţessu er ég ekki ađ efast um ađ leiđbeinendur eru upp til hópa hiđ vćnsta fólk sem hefur metnađ fyrir starfinu. En til einhvers held ég ađ starfsfólk ţurfi leikskólakennaramenntun.

Mér fannst ţađ líka athyglivert í fréttinni ađ Hagstofan reynir ađ afsaka foreldra, ţeir kaupi nú átta tíma en séu ekki ađ nýta ţá.  Međ ţessari athugasemd er Hagstofan í raun ađ halda ţví fram ađ langir dagar séu óćskilegir, annars vćri ţessi skýring ekki sett međ.  

 


mbl.is Leikskólabörn aldrei fleiri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

"Í óskasamfélagi ćtti vinnutími foreldra ungra barna ekki ađ vera yfir 35 -37 stundum ađ međaltali hjá báđum."

Í óskasamfélagi ćtti starfiđ heimavinnandi húsmóđir / húsfađir ađ vera metiđ sem starf.

Elías Theódórsson, 30.4.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Ólafur Ţórđarson

Fínt blogg, Kristín og góđar pćlingar.

Ég veit ekki hvort meta eigi heimavinnu sem starf, ţađ er afar ólíkt, oft mun meira krefjandi en mörg 9-5 störfin. Og spurning hver er atvinnurekandi etc. Hins vegar held ég ađ hvetja eigi fólki til ađ vera meira heima međ börnunum í formi styrkja og skattaívilnana og niđurfellingu á leikskólagjöldum. Eftir tekjum fjölskyldunnar.

Ađalatriđiđ er ađ foreldrar eyđi meiri tíma međ börnunum. Hvernig ţađ er gert er mismunandi eftir fjölskyldum og ţví meiri tími ţví betra fyrir börnin.  Svo er ţessi blessađa "samkeppni" tómt vandamál, ţví ţađ hentar illa ađ vera í samkeppni viđ ađra um atvinnu og á sama tíma ađ ala upp barn. Ţađ beinir fólki inn á ţessa braut ađ barn komi á eftir starfinu. 

Svo er nú ţannig ađ leikskólarnir eru afbragđ fyrir börnin, kenna ţeim ađ umgangast ađra krakka og finna úr félagsmálum og kennsla byrjar í raun á unga aldri sem er afskaplega jákvćtt. En leikskólarnir eru auđvitađ í ólestri ef störfin eru ekki eftirsótt. Ţau ţurfa ađ vera vel launuđ, ţađ er jú góđ fjárfesting fyrir samfélagiđ.

Ólafur Ţórđarson, 30.4.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Fríđa Eyland

Ég er ţér sammála um ađ fjölskyldur ungra barna verji of litlum tíma saman, sjálf á ég ţrjú sem gengu í leikskóla á sínum tíma, okkar tími saman var of lítill og allir ţreyttir. Sumarfríin voru okkar tími saman, ekki laust viđ eftirsjá ţegar ég hugsa til baka.

Fríđa Eyland, 30.4.2008 kl. 14:51

4 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Mikiđ er ég sammála ţessu. Sorglegt ađ bćđi börn og foreldrar missi svona mikiđ af samverutímanum sínum. Og ég finn til međ ţessum litlu krílum ađ vera í gćslu svona langan tíma alla virka daga. Ţau lćra örugglega margt mjög mikilvćgt og gott á góđum leikskóla en samskiptin innan fjölskyldunnar og sú nánd sem í ţeim verđur til er líka afskaplega mikilvćgur ţáttur í uppeldinu og framtíđaröryggistilfinningu barns. Og ţađ ţarf tíma til ţeirrar rćktunar.

Takk fyrir pistlana ţína og dugnađinn viđ ađ skrifa og skođa ţessi mál. Virkilega áhugaverđir og frábćrt ađ sjá svona öflugan talsmann barna og fjölskyldna 

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 08:25

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hjartanlega sammála ţér:) í raun vćri draumasamfélagiđ mitt ţannig ađ nóg vćri ef báđir foreldrar vinna úti ađ ţeir innu sitt hvora hálf dags vinnuna...

eitt finnst mér stundum vanta í ţessa umrćđu og ţađ er val foreldra. ég hef oft valiđ ađ eiga minna til ađ geta variđ meiri tíma međ börnunum mínum, ţađ er valkostur sem allt of fáir velja sér.

Birgitta Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 08:36

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörđ

Sćl Birgitta ég er sammála um ţetta međ val foreldra, kannski er ţađ í einhverjum tilvikum hluti af vandmálinu, enginn vill "missa" af neinu eđa gefa upp fyrri lífshćtti. Auđvitađ á ţađ ekki viđ um alla, ţađ er ţví miđur fullt af fólki í samfélaginu sem ekki hefur efni á öđru en ađ vinna myrkrana á milli til ađ láta enda ná saman. Fátćkt fólk. Sem betur fer held ég reyndar ađ ţađ sé í minnihluta enn sem komiđ er.

Kristín Dýrfjörđ, 1.5.2008 kl. 23:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband