Erlendu úttektaraðilar Háskólans á Akureyri ánægðir með fjarnámið

Háskólinn á Akureyri fékk sérstakt hrós í nýlegri úttekt á fræðasviðum fyrir fyrirkomulag og styrk fjarkennslu. Það vakti sérstaka eftirtek útlendu úttektaraðilanna hversu vel skólanum helst á fjarnemum miðað við staðnema. ÞAð er þekkt að brotfall fjarnema sé hærra en staðnema, samkvæmt skýrslunni er það áþekkt í báðum hópum hjá HA. 

Leikskólabraut Háskólans á Akureyri tók fyrsta fjarnemahópinn inn haustið 1999, þetta var hópur úr Skagafirði og frá Akureyri. Kennslufyrirkomulag var það sama og núna, það er að hópurinn á hvoru landssvæði safnaðist á einn stað í og var í gagnvirku sjónvarpssambandi við kennara. Frá upphafi var kennslan samtímis studd efni sem miðlað var á vef. Um leið og t.d. Webct var tekið upp við HA, tókum við kennarar á leikskólabraut það upp.

Með þessu fjarnáminu var gert átak víða um land til að mennta leikskólakennara, (Ísafjörður, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Selfoss, Borgarnes, Hafnarfjörður, Kópavogur allir þessi bæir og fleiri til nutu góðs af). Fyrir nokkrum árum bað ég nema sem þá voru að brautskrást að setja niður á blað hvað skipti þá máli varðandi fjarkennsluna og þá kom sterklega fram að það að vera í hópi skipti máli, að það hafi tekist að skapa námsumhverfi þar sem fólk gat rætt saman og tekist á.

Sjálf hef ég frá upphafi kennt í fjarkennslunni og er stolt af því gæfuspori sem ég tel okkur hafa stigið. Ég tel átakið sem við gerðum varðandi leikskólakennaramenntunina hafa skipt máli fyrir leikskólabörn landsins. Háskólinn var í úttektinni hvattur til að gera fjarnámið sýnilegra í stefnumótun sinni. Þar fuðruðu menn sig reyndar á að skólinn hreykti sér ekki meira á pappírum af fjarnáminu.

Læt fylgja með brot úr skýrslunni (með undirstrikunum mínum)

UNAK has a very strong record role in distance learning. Therefore it is surprising that the visions and challenges connected with a strong distance learning effort are not more visible in the strategic documents. UNAK is recommended to give more evidence at the strategic level to its work on distance learning, including development of methodologies and techniques, special activities and counselling for distant learners and implications for staff.
Distance teaching is as a rule not directed at individual students. Groups of distance learners meet at eight Learning Centres around Iceland where the physical and learning facilities for distance learning are provided. The Centres are linked to UNAK via TC_P/IP protocol, optical fibre or leased line. The distance learners are required to be on the UNAK campus twice each term. Interestingly enough their drop-out rate is no higher than for on-site students. Part of the explanation seems to be that the students are usually older and more committed.Specifically concerning distance education agreements have been made with the continuing education centres/knowledge centres in other parts of Iceland, specifying the facilities that should be provided for distance learners in each locality. Both staff and students are well-supported. Considering the high proportion of distance students UNAK must be recognised for the facilities it offers these and for the cooperation with the reginal learning centres.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Hef lengi verið þeirrar skoðunar að fjarnám gæti átt að verða þungamiðja í einstökum deildum;   - staðarnámið víkjandi (en ekki öfugt).

Vonandi kemst þetta álit til skila inn á við í stefnumótun einsatkra deilda og sviða . . . . .

Benedikt Sigurðarson, 29.4.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll félagi, um það er ég alveg sammála þér, þar eru tækifærin bæði í grunn- og framhaldsnámi. Ég er sannfærð um að það eigi við leikskólakennaranámið og sjálfsagt miklu fleiri námsleiðir.  þegar mektugir útlendingar eru búnir að benda okkur á þessa yfirsjón, hljótum við að taka tilliti til hennar og ekki bara stæra okkur af heldur jafnframt styrkja fjarnámið - eða er það ekki?

Kristín Dýrfjörð, 29.4.2008 kl. 22:34

3 identicon

Sæl Kristín!

Ég var einmitt í fjarnáminu á Akureyri leikskólabraut. Ástæðan fyrir því að ég valdi HA var einmitt þetta kennslufyrirkomulag sem þið eruð með í fjarnáminu. þetta var að henta mér mjög vel það að mæta einu sinni í viku á fjarfund var hluti af því sem hélt manni gangandi í náminu. Þetta er visst aðhald sem nemendur hafa og ekki skemmdi það fyrir að hitta alltaf skemmtilegt fólk á hverjum föstudegi.

Með bestu kveðju Guðfinna

Guðfinna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband