Fréttir af Reggio hópnum

Það er helst í fréttum að SARE stendur fyrir skólaþróunardegi næsta laugardag á Stekkjarási í Hafnarfirði. Þar kemur saman starfsfólk leikskóla sem starfar í anda Reggio Emilia um 150 manns. Starfsfólkið ætlar sjálft að vera með allar smiðjur og málstofur, ætlar að kynna fyrir hvort öðru hvað það er að gera, hvernig og hversvegna. Við hlökkum auðvitað öll mikið til. Það skemmir ekki fyrir að við erum að fagna styrk Reykjavíkurborgar til okkar. En hann fengum við til að koma upp miðstöð fyrir endurnýtanlegan efnivið. Við veljum að kalla hana ReMída -skapandi efnisveita. Svona í höfuðið á öllum hinum veitunum. Og hugmyndin er sú sama að vera leiðari, dreifikerfi fyrir efnivið til leikskóla, en jafnframt að veita efnivið viðtöku frá fyrirtækjum og stofnunum.  
 

Við erum líka langt komin með að skipuleggja ReMídu ráðstefnu í vor og námskeið í tengslum við það. Þannig að SARE er mjög öflugt þó ekki hafi heyrst mikið frá því akkúrat núna.

Föstudaginn og laugardaginn 8. og 9. febrúar verður vísindasmiðja í Ráðhúsinu í Reykjavík sem verður opin öllum. Að henni stendur þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða í samvinnu við leikskólabraut Háskólans á Akureyri. Þar gefast börnum og foreldrum tækifæri til að taka saman þátt í skemmtilegum  verkefnum sem tengjast byggingum, ljósi og skugga. Ég er á fullu við að undirbúa þennan atburð. Allir í kring um mig eru að safna efnivið til að byggja úr, pabbi að smíða ljósaborð. Stofnanir borgarinnar leggja líka sitt af mörkum, á morgun ætlum við Guðrún Alda (sem er fulltrúi þjónustumiðstöðvarinnar í verkinu, upphafsmaður þess og sú sem plataði mig með) að heimsækja skógræktina en þeir eru meðal þeirra sem eru að taka saman efnivið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband