Heimaskítsmát

Þetta er snilldar leikflétta hjá Ólafi F. Magnússyni og miklu dýpri en menn almennt virðast ræða. Ég held að þetta sé djúphugsuð og mjög óvenjuleg leikflétta. Sönn hefnd, tilreidd köld. Sumir eiga verr skilið en aðrir og kannski “vinur minn Villi” mest. Leikfléttan getur litið svona út.

 
  1. Ólafur er guðfaðir nýs R-lista samstarfs, nær þar að komast inn í hlýjum sem honum var neitað um þegar R -listinn var enn við völd. Þá fékk hann að dúsa úti hjá bæði meirihluta og minnihluta. Stund endurgjalds er komin. 
  2. Villi hittir Ólaf og skynjar að hann er ekki alveg glaður í hinum nýja R-lista. hann sér leik á borði og bíður Ólafi upp í dans.   
  3. Ólafur heldur Villa volgum, en lætur samtímis fréttast að það sé verið að bjóða í sig.
  4. Villi tapar kúlinu og bíður allt, með eða án, málefna D-listans. Villi hefur ekki hugmynd um að Ólafur er að sóla, ekki fyrr en of seint.
  5. Ólafur er orðinn borgarstjóri, kemur sínum hjartans málum að – nú verða sjálfstæðismenn að vinna að þeim. Vera þjónar Ólafs, þjónar sem ávallt eru með það sverð hangandi yfir að með litlum fyrirvara sé hægt að hrifsa af þeim völdin.
  6. Ólafur veit sem er að hans dagar í pólitík eru hvort eð er taldir eftir næstu kosningar, en arfleið hans (flugvöllur og Laugavegur) mun lifa.
  7. Villi er búinn – liðið hans Villa er búið, borgarbúar munu refsa þeim í næstu kosningum. Innreið þeirra í landsmálin verður þyrnum stráð ef þau á annað borð treysta sér þá leið. Eftir þetta verða þau aldrei meira en meðreiðasveinar í pólitík
  8. Sannkallað heimaskítsmát hjá Villa og D- listann
 

Ég efast um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að fagna þessum gjörningi þegar fram í sækir. Allt sem þeir hafa hingað til talið sér til tekna og státað sig af (hvort sem það hefur nú verið rétt) er nú fallið. Hefndarþorstinn varð flokkshollustunni yfirsterkari.

 
mbl.is Vörður fagnar nýjum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er óvenjuleg nálgun og gæti alveg staðizt

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held að þetta geti vel verið rétt

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Að vísu óvenjulega þolinmóð hefnd í okkar nútímasamfélagi, en örugglega sæt. Annars lærði ég eins og flestir Íslendingar að tefla sem barn, pabbi sem sá um þá kennslu brýndi mikið fyrir okkur að gleyma aldrei að svartur á líka leik,  kannski að þetta hafi verið vel undirbúinn leikur svarts. **)

Kristín Dýrfjörð, 23.1.2008 kl. 01:12

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Við fjölmiðlamenn erum auðvitað himinlifandi yfir þessu öllu. Viðeigandi "gos" í tilefni 35 ára afmælis Vestmannaeyjagossins. Og Framsóknarmenn eru vafalaust fegnir og Ólafi þakklátir að draga athyglina frá fatakaupamálinu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband