TJÁNING MIKILVÆGASTA VERKFÆRI KENNARANS

Námskeið á vegum SARE 

(Samtök áhugafólks um starf í anda Reggio Emilia)

verður haldið á Kaffi Reykjavík,

þann 29. nóvember n.k. frá 16 - 19

Fyrirlesari verður Kári Halldór

Kynntur er grunnur að markvissri og áhrifaríkri sjálfsþjálfunaraðferð tjátækninnar sem byggir á tjáeðlisfræði mannsins. Einnig er fjallað um aðgengileika Essvitundar mannsins og hagnýtingu hennar. Tjátæknin miðar að því að skapa meðvitund um undirstöðuatriði mannlegrar tjáningar og hvernig virkja megi lögmál tjágáfu mannsins.  Megin áhersla er lögð á að gefa þátttakendum verkfæri sem þeir geta hagnýtt sér bæði í lífi og starfi og að einbeita sér að því sem er aðgengilegt og auðþjálfanlegt, sem grunn að sjálfsþjálfunarferli.   

 

Kári Halldór er leiklistarstjóri /tjáeðlisfræðingur, leikstjóri, leiklistarkennari, tjátækniþjálfari.    

Gjald 5000 fyrir félaga SARE,

7.500 fyrir aðra. Kaffi og kleina innifalið

Allir velkomnir.

Skráning fer fram hjá Kristínu Dýrfjörð í tölvupósti dyr@unak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig var?

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Alveg frábært fannst mér og hinum held ég líka, alla vega spurði fólk  um framhaldsnámskeið og flestir voru á því að þetta ætti erindi við allt starfsfólk leikskólanna og fleiri.  

Kristín Dýrfjörð, 30.11.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband