Bugðuleikskólar

        

 

  

 

 

Til hamingju með daginn Bugðuleikskólar. Það var gaman að vera með ykkur í dag. Þið eruð jákvæður og glaður hópur. Það var gaman að fá að vera með á Rauðavaði í morgun, fá að sjá allar þær frábæru smiðjur sem starfsfólk þessara leikskóla var búið að setja saman. Það var gaman að sjá þegar þið komuð niður í Miðbæjarskóla hvað þið voruð fljót að koma ykkur að verki, hversu djúpt þið sukkuð í leikinn. Hversu vel þið náðuð að blandast þvert á skóla. Því miður tók ég ekki nóg af myndum en þær sem ég tók eru hér til hliðar í albúmi merktu Bugðuleikskólar.  

 

leikur með ull, steina og spegla     ljósaborð og speglar

ljósaborð og plöntur      litir, skörun, á ljósaborði

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Gaman að frétta af Bugðuleikskólunum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.10.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Enda skemmtilegur hópur sem hefur brennandi áhuga á starfinu sínu. Synd hvað fjölmiðlar hafa lítinn áhuga á svona starfi, Bugðukonur höfðu sent fréttatilkynningu á fjölmiðlanna en fengu engin viðbrögð. Frétti samt að hinn nýskipaði formaður leikskólaráðs Sigrún Elsa Smáradóttir hafi komið í morgun (áður en ég kom en ég kom ekki fyrr en eftir miðjan morgun) og fylgst með í einhverjum smiðjum. Flott hjá henni og góð byrjun.

Kristín Dýrfjörð, 19.10.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband