Þegar dagarnir líða hraðar en sálin ná að elta

Sumar vikur líða svo hratt að þær eru orðnar að oggulitlu sandkorni sem maður verður að skoða með stækkunargleri. Svoleiðis er vikan mín búin að vera. Síðustu daga hef ég tekið þátt í að undirbúa stofnfund Samtaka áhugafólks um starf í anda Reggio Emilia. Það eru mörg handtökin sem vinna þarf fyrir svona fund og enn fleiri símtöl. Held að brjóskið í hægra eyranu hafi verið við það að bráðna alla vega aflagast vegna álags.   

  

Uppskrift að því að stofna eitt stykki samtök:

  • Ganga frá lögum og stofnskrá
  • Funda með ... og með ...
  • Senda tölvupóst út í alla leikskóla landsins
  • Það þarf að stofna bankareikning
  • Tala við fyrirtækjaskrá
  • Senda tölvupóst á alla aðra staði sem hugsanlegir eru
  • Senda tölvupóst á fjölmiðla
  • Ræða við fjölmiðla
  • FINNA öll þessi póstföng
  • Panta sal
  • Fá fyrirlesara
  • Ræða við hugsanlega stjórnaraðila
  • Finna fólk í hina ýmsu vinnuhópa
  • Ljósrita lög og annað efni.
  • Ræða við og eiga samráð við ... funda ... ákveða ...
 

Og svo fór ég að sjá Veðramót og fékk skólasystur í morgunkaffi og lofaði mömmu að baka brauð og búa til hummus fyrir veislu sama daginn og stofnfundurinn er. Vera á Akureyri, funda með skypinu til Akureyrar, undirbúa kennslu og kenna og ... svona vikur þær þjóta framhjá á hraða ljóssins ef ekki hraðar.  Og svo skilur maður ekkert í því að það eru allt í einu komin jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband