Ingibjörg - Mona og Helle, kraftmiklar konur

Ég hlustaði á þrjár flugmælskar konur í gær, Ingibjörgu formann Samfylkingarinnar, Helle formann danskra jafnaðarmanna og Monu formann sænska krataflokksins. Ingibjörg stóð sig vel og setti fram hugmyndir um framtíðarsýn. Mér fannst hún koma sterk út úr setningunni og fagna því. Við vitum öll að 30 dagar er langur tími í pólitík, nú þarf að gefa í og þá er allt mögulegt.

 

En umfjöllunar efni mitt átti nú eiginlega að vera hrifning mín á ræðum þeirra Helle Thoring-Scmidt og Monu Shalin. Þær eru báðar gríðarlega sterkar ræðukonur. Helle og Mona skýrðu hvers vegna sósíaldemókratar þurfa að vera við völd sem víðast og þær ræddu hver vegna þær eru jafnaðarmenn. Ræddu um; sameiginlega ábyrgð t.d. á þessum hnetti sem við byggjum, um að konur eigi ekki að þurfa að velja, milli hvort þær ætli sér starfsframa eða fjölskyldur, umhverfismál, um hvernig hægri menn geti slegið sig til riddara með því að taka upp orðræðu vinstri manna en hvernig hjartað fylgir ekki með. Ég er líka sammála sýn Monu á skatta, að við greiðum eftir getu, en fáum til baka eftir þörfum. er það ekki þegar upp er staðið kjarninn, að við hugsum hvert um annað. Mona endaði á að segja stutta sögu af Einstein.

 

Einstein átti að leggja próf fyrir hóp nema og lét ritarann sinn fá prófið, „en Einstein“ segir ritarinn „þetta er sama prófið og þú lagðir fyrir í síðustu viku“. „Það gerir ekkert“ segir Einstein, „svörin hafa breyst“.     

 

Mona taldi það hlutskipti jafnarðmanna að spyrja sömu spurninga og formæður hennar um framtíð manns og heims, um velferðarkerfið, um jafnrétti, það sem hefði breyst væru svörin. Við þurfum að finna og setja fram ný svör – ekki endilega nýjar spurningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband