Verkfall leikskólakennara

Ţađ eru margir sem hafa og munu á nćstu dögum og vikum skrifa um mikilvćgi leikskólans og ţess starfs sem ţar fer fram. Hversvegna ţađ skiptir samfélagiđ máli ađ leikskólar séu til. Um ţađ ćtla ég ekki ađ skrifa nú. Ég ćtla ađ fjalla um hvers vegna leikskólakennarar telja sig eiga inni hjá sínum viđsemjendum eitt stykki samning.

Leikskólakennarar hafa veriđ öflugir í kjarabaráttu, lengi. Međ mikilli fylgni viđ eigin málstađ hafđi ţeim tekist ađ ná ţví markmiđi ađ standa launalega jafnfćtis viđmiđunarstéttinni, grunnskólakennurum. Báđar kennarastéttirnar eru saman í stéttarfélagi og fátt sem réttlćtir mun á launum og öđrum kjörum. Haustiđ 2008 höfđu grunnskólakennarar lokiđ sinni samningsgerđ og fengiđ umsamda hćkkanir. Leikskólakennarar voru hinsvegar međ lausa samninga. Eins og alţjóđ veit. voru ţá um haustiđ allir samningar frystir (stöđugleikasáttmálinn). Nú ţegar samningar eru aftur á borđinu eru leikskólakennarar ţví í raun samning á eftir viđmiđunarstétt sinni. Krafa leikskólakennara er ađ standa ţeim aftur jafnfćtis. Ţađ má í raun segja ađ vegna ţess ađ ekki var búiđ ađ semja haustiđ 2008 hafi leikskólakennarar sparađ sveitarfélögum umfram ţađ sem lagt var á ýmsar ađrar stéttir. Ţá er ekki sá gríđarlegi niđurskurđur sem veriđ hefur innan leikskólans međtalinn.

Leikskólakennarar ţurfa á stuđningi samfélagsins ađ halda nćstu daga og vikur. Ţeir ţurfa skilning og samstöđu um ađ kröfur ţeirra séu réttlátar og sanngjarnar.   

  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband