Hænuhausar í Kastljósinu

Leikskólastjórar stóðu sína plikt í dag, brostu og brostu, brostu til barna og brostu til foreldra, brostu í gegn um tárin sem féllu innra með þeim. Tár yfir örlögum leikskólanna og eigin starfsöryggi. Í fréttum kom fram að tugir leikskólastjóra hefðu fengið bréf um fyrirhugaðar sameiningar. Það merkir að tvöfallt fleiri stjórnendur leikskóla fá uppsagnarbréf, bæði leikskólastjórar og  aðstoðarleikskólastjórar. Aðeins helmingurinn verður ráðinn aftur. Þetta er slíkt högg á leikskólastarf að fordæmalaust er. En hvað gerir nú sjónvarp okkar landsmanna í fréttaskýringaþætti sínum. Finnst þeim þetta fréttnæmt?, fyrir utan litla frétt þar sem rætt var við formann menntaráðs sem vel að merkja komst upp með að segja ekki neitt. Ekkert. Svo beið ég eftir Kastljósinu. Fréttamat Kastljóssins er að mikilvægasta samfélagsmálið séu LANDNÁMSHÆNUR. Já ég endurtek, LANDNÁMSHÆNUR.

Samráð menntaráðs 

Formaður menntaráðs ræddi um hvað samráðið um breytingarnar hafi verið sérdeilis vel útfært? Sérdeilis vel útfært. Jú það er alveg rétt að það hægt að kalla í fólk, en það er ekki víst að þeir sem kölluðu hafi líka verið að hlusta. Slík var alla vega skynjun margra leikskólastjóra sem hafa tjáð sig á fésinu og í samtölum. Formaður vitnar í rannsóknir "Samkvæmt rannsóknum komi í ljós að breytingar á borð við þessar sem sé verið að fara í núna hafi ekki áhrif á þjónustuna við börnin. Það telji foreldrar." Nú veit ég ekki síðan hvenær foreldrar hafa verið taldir besta mælikvarðinn um gæði leikskóla. Meira segja er því haldið fram í Bandaríkjunum að foreldrar sem eru með börn í leikskólum sem eru lélegir viðurkenni það síst af öllum, vegna þess einfaldlega að ef þú viðurkennir að skóli barnsins sé lélegur, hlýturðu að verða að gera eitthvað í því. En ég vil gjarnan lesa þessar rannsóknir sem formaðurinn bendir á, fá að leggja á þær mitt mat. Hins vegar vil ég vita hvað fagfólk segir um gæðin. Ég vil sjá þær rannsóknir.

Aftur að landnámshænum og því hvað sé fréttnæmt

Kastljósið valdi á Degi leikskólans ekki að fjalla á jákvæðan hátt um, leikskólamál (eins og stuttmyndakeppni leikskólanna), t.d. að sýna mynd þaðan, það er nefnilega ekki fréttapunktur í því. Kastljósið fjallaði ekki heldur um að tugir stjórnenda leik- og væntanlega einhverra grunnskóla og frístundaheimila hafi verið sagt að starfið þeirra væri í lausu lofti og þeir ættu líklega von á uppsagnarbréfi á næstunni. Það er enginn fréttapunktur í því. Auðvitað er meiri fréttapunktur í tarnatúlum, landnámshænum og jafnvel öspum á Laugarveginum en leikskólastarfi í landinu. Hænuhausar á Húsatóftum eru sannarlega meira fréttaefni en börn þessa lands.

Auðvitað er ekki fréttnæmt að það kerfi sem við höfum byggt upp af metnaði sé jafnvel rifið í tætlur á einu kjörtímabili. Að afleiðing fjármálahrunsins sé sannarlega að koma niður á börnum þessa lands. Og sannarlega skulu þeir sem aldrei var boðið til veislunnar, borga fyrir hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kristín, hænuhausar á Húsatóftum, eins og þú velur að kalla það var vissulega áhugavert innlegg í Kastljósi.

Ég játa hins vegar að leikskólar þessa lands eru líka afar áhugaverðir, þó á allt annan hátt sé. Hér í Kópavogi var það reglulegt fettaefni að erfitt væri að manna leikskólana. Þegar maður fór að kynna sér málin annars staðar og að taka eftir að þeir leikskólastjórnendur sem oftast komu í fréttir voru í sama stjórnmálaflokki. Það var hins vegar afar jákvætt að á þessu máli var tekið og starfsmenn leikskólanna fengu m.a. afslátt af gæslu eigin barna. Þessu var vel tekið. 

Nú vill svo til að það á að skera í rekstri Kópavogs, og eins og svo oft þegar stjórnmálamenn taka upp kutana, þá ráðast þeir á það sem ,,auðvelt" er að skera. Það sem meira er forseti bæjarstjórnar Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu segir þegar hún sker niður þessi hlunnindi starfsmanna í leikskólum, að niðurskurðurinn hafi engin áhrif á skólastarfið. 

Sem rekstarráðgjafi er hér um smáaura að ræða fyrir sveitarfélagið. Get komið með sparnað víða í kerfinu til þess að mæta þessum "sparnaði"þ  Að mínu mati voru þessi hlunnindi mjög góð umbun fyrir viðkomandi starfsemin leikskóla og stuðlar að því að hafa sem besta starfskrafta innan leikskólanna. 

Vildi gjarnan fá  þitt mat á þessum ,,niðurskurði".

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2011 kl. 09:16

2 identicon

Sæl Kristín

Ég er þér hjartanlega sammála. Fáránleg vísun í rannsókn sem enginn fær upplýsingar um. Þetta er svo þreytt röksemdarfærsla (rannsóknir sýna bla bla bla).

Af hverju var ekki viðtal við formann FL í fréttinni? Afhverju gekk fréttamaðurinn ekki á Guðríði þegar hún svaraði með einföldu nei þegar að fréttamaðurinn spurði hvort að niðurskurðurinn hafi engin áhrif á skólastarfið í viðtalinu um daginn?

Málið er það að það þarf oft að matreiða hlutina ofan í fjölmiðlafólk. Ýta hlutunum að þeim, koma með áhugaverða vinkla og leyfa ekki umræðunni að vera einhliða. Ég er viss um að ef hefði verið valin mjög sniðug og flott stuttmynd til að að sýna fjölmiðlafólkinu hefðu þeir örugglega sýnt brot úr henni.

Það þýðir ekki að bíða eftir því að fjölmiðlafólk hringi í sig. Það verður að vinna markvisst í því að fá umfjöllun eða viðtal. Þetta eiga formenn FL og FSL að gera. Ef þeir eru að gera það þá eru þeir greinlega ekki að ná í gegn.

Haraldur F Gíslason (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 10:58

3 identicon

Þagað í hel, Kristín, það er hin klassíska aðferð. Annað hvort maður viðhlægjandi eða þagaður í hel (ef maður er ekki skítkastaður í svaðið). Mjög athyglisvert að í þessu "kristna" samfélagi ríkja óskrifuð lög um "survival of the greediest" og gengið er inn fyrir skinn eigin barna & barnabarna og þau mergsogin krafti komandi ára. Það er eins og fólk sé að drekkja börnunum til að halda sér á floti og bjarga sjálfum sér frá drukknun, í frústrasjóninni. 

Mjög góð grein hjá þér!!

Sigga Vala (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 12:37

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Sigurður, þegar starfsmannaafslátturinn var tekinn upp í Kópavogi hafði flokkurinn okkar aldrei setið í meirihluta í bæjarstjórn í Kópavogi og stjórnmálaflokkurinn sem þú vísar í var ekki til.

Stundum er í lagi að taka niður flokkspólitísku gleraugun. 

Egill Óskarsson, 6.2.2011 kl. 13:27

5 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Sæl Kristín

Þegar ég kom í margfrægt viðtal gaf ég leyfi fyrir hljóðupptöku og mér var heitið fullum trúnarði. Þegar ég var spurð hvort ég væri öllum tilfellum mótfallin sameiningu, sagði ég að í svo fámennum skólum að þeir væru vart rekstarhæfir væri ég ekki mótfallin því. það var það eina sem viðmælandinn sá ástæðu til að punkta niður. Það sparaði honum vinnuna við að hlusta á allt hitt ,,ruglið" sem var bara hagsmunagæsla og þjónaði ekki málstaðnum.

Elín Erna Steinarsdóttir, 6.2.2011 kl. 23:37

6 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Afnám starfsmannaafsláttar er önnur aðför að leikskólanu. Frænka mín sem er leikskólakennari eignaðist tvíbura á liðnu ári og er senn að ljúka fæðingarorloki, sér ekki fram á að geta snúið til baka í leikskólann sinn af fjárhagsástæðum og þar fyrir utan veit hún ekki hver yfirstjórn leikskólans verður og hvort hún kærir sig um að vinna undir stjórn nýs leikskólastjóra.

Elín Erna Steinarsdóttir, 6.2.2011 kl. 23:41

7 identicon

http://fl.ki.is/pages/261/NewsID/2801

Set að gamni slóð á umfjöllun um þessi mál í fjölmiðlum undanfarið. Þetta er ekki tæmandi og segir alls ekki söguna um þá varnarvinnu sem fer fram frá skrifstofum félaganna. Ég ætla að neita mér um kaldhæðnar athugasemdir til að svara athugasemd Haraldar og benda í staðinn á allt þetta jákvæða sem hefur verið fjallað um leikskólastarf og gildi þess. Formenn eru á vaktinni það þarf enginn að velkjast í vafa um  það.

Ingibjörg Kristleifsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 11:57

8 identicon

Ég hefði nú reyndar haft gaman af kaldhæðnum athugasemdum frá þér Ingibjörg, ég fæ þær kannski seinna.

Þið fenguð ekki umfjöllun í Kastljósinu. Ég hafði ekki hugmynd um hvort þið hefðuð reynt það eða ekki enda fullyrti ég ekkert um það. Sagði einfaldlega að ef þið hefðuð gert það þá hefðuð þið ekki náð í gegn.

Fjölmiðlar vilja birta fréttir sem fólk vill horfa á. Annað hvort eitthvað sniðugt eða einhver átök. T.d formaður FSL að taka Oddnýju í karphúsið. Í fyrra fengum við bæði frétt í fréttatímanum og í Kastljósi og þá var leikskólinn ekki eins mikið í umræðunni.

Haraldur F Gíslason (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 17:16

9 identicon

Halli ég er byrjuð í trommutímum til að vinna í athyglinni. Gengur verr að safna skeggi . en þó........

Ingibjörg Kristleifsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 09:15

10 identicon

Góð. Blessuð vertu byrjaðu bara að raka þig með sköfu þá kemur góð rót strax :)

Haraldur F Gíslason (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 16:29

11 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þú misskilur alveg samráð, þetta er menntaráð en ekki samráð. Að vísu mætti rökstyðja að um væri að ræða menntaóráð, but that is another arm

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.2.2011 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband