Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

Flottir krakkar

Frábćrt afrek hjá Salaskólakrökkum. Tók sérstaklega eftir ađ ţetta er blönduđ sveit. Áfram stelpur og strákar í skákinni. Oft verđa svona afrek líka til ţess ađ ýta undir almennan áhuga. Ég vona sannarlega ađ ţađ eigi líka viđ í ţetta skiptiđ - nú verđi enn meiri áhugi á hinni frábćru íţrótt, skák.


mbl.is Salaskóli heimsmeistari grunnskólasveita í skák
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veit félagi Össsur ekki ađ hann er ráđherra?

rós

 Félagi minn Össur fer mikinn á bloggsíđu sinni og flestum fréttatímum ljósvakamiđlanna. Mér er nú frekar vel viđ ţennan flokksfélaga en verđ ađ viđurkenna ađ honum hefur tekist ađ koma mér á óvart nokkuđ reglulega undanfarna daga. Ég hef sumsagt veriđ ađ velta ţví fyrir mér hvort ađ félagi Össur viti ekki ađ hann er ráđherra. Mér finnst hann stundum tala eins og hann sé enn í stjórnarandstöđu. Mér fannst t.d. ekkert vit í ţví af ráđherra ađ láta nappa sig í ađ segja ađ fólk ćtti ađ fá ađ beygja lögin af hentisemi vegna ţess ađ veđriđ sé gott. Hvađ fyndist honum um ađ ég keyri yfir á rauđu af ţví ađ ţađ er engin lögga viđstödd til ađ grípa mig og ég tel mig ekki skapa hćttu fyrir samborgarana? Ef félagi Össur vildi hafa skođun hefđi ekki veriđ skynsamlegra ađ láta vita ađ hann ćtlađi strax í haust ađ fara í ađ endurskođa ţessa “vitlausu” reglugerđ. Ég veit ađ félagi Össur er tilfinningavera. En mér fannst blogg hans um málefni Alejöndru vera á mörkum ţess sem ráđherra skrifar. Ég hefđi skiliđ ţađ hefđi ţađ veriđ kammerrat Ögmundur.        

 

Í gamla daga ţegar ég var enn í leikskólanum, báđum viđ stundum tilfinningarík og hvatvís börn ađ leggja eina reglu á minniđ – og beita henni viđ flest tćkifćri. Reglan var: Stoppa og hugsa. 

 

Man alltaf ungan félaga minn sem um sumt minnir á ráđherrann, skarpgreindur drengur, mikill náttúrusjarmör en ákaflega hvatvís. Eitt sinn ţegar hann var á hrađleiđ til ađ gera eitthvađ sem ekki var alveg ćskilegt, verđur mínum manni litiđ upp og sér mig. Hann lyftir vísifingri á loft og segir: “Stoppa og hugsa”, labbar nokkur skref afturábak og gekk svo rólega leiđar sinnar framhjá mér.  


Sjálfsdekur

Er enn ađ ástunda sjálfsdekur, vinkona mín segir mér ađ ţađ nefnist hjá öđrum, ađ vera í sumarfríi. Í gćr ákvađ ég skreppa í Skeifu til mömmu. Tók slatta af myndum af mínum ćskugarđi. Garđurinn er rúmir 1200 fermetrar og allur í rćkt. Hann er eins og vin, leyndur stađur í miđri borg, međ útsýni til allra átta. Niđur á sundin blá, Esjan og fjallahringurinn, Bláfjöll og sjálfur Fossvogurinn sést heiman frá. Ţar eru sitthvoru megin viđ húsiđ tvö falleg útivistarsvćđi, leikssvćđi okkar systkina. Annarsvegar Elliđaárdalurinn međ ánni og hólmanum og hinumegin er Fossvogsdalurinn. Lćt myndir úr garđinum fylgja međ í albúmi hér viđ hliđ.

 

Í garđinum tíndi ég upp í mig jarđaber úr jarđaberjareitnum og fékk svo guđdómlegar kartöflur međ mér heim í sođiđ, beint undan grösunum.   


Eina skýringin - Íslendingar svona duglegir ađ kaupa

Getur ţađ veriđ ađ Íslendingar séu svona góđir međ sig ađ ţeir bara kaupi ársmiđa í hrönnum? Tryggja sig á ţá leiki sem ţeir hafa áhuga á og deilda svo miđanum á milli nokkurra. Sé fyrir mér nokkra hópa taka sig saman, svona eins og sumir eiga saman sumarhús á Spáni eđa í Flórída. Verst ađ ţađ var í fréttum ađ fermetraverđ í London hefur hćkkađ upp úr öllu valdi, annar hefđi veriđ hćgt ađ bćta eins og einni vel stađsettri íbúđ viđ kaupin.  

Nema ţetta séu leyndir áhagendur Garđars Thors sem vilja tryggja sér ađ hlusta á kappann?

 

22.46 ps. Eftir ađ hafa rćtt ţetta viđ soninn yfir Brasilíu - Argentínu leiknum, fullyrđir hann ađ ţetta sé traustsyfirlýsing stuđningsmanna um ađ ţeir telji fjármál West Ham komin á grćnan sjó.

 


mbl.is Metsala á ársmiđum hjá West Ham
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

BráđNauđSynleg ţekking á eigin SJÁLFI

Ég ákvađ ađ taka svona hćgri - vinstri heilapróf á netinu - sjá hvađ ţađ segđi um mig. Ég hef löngum haldiđ ţví fram ađ ég sé međ létt splittađann persónuleika. Hef t.d. alltof mörg rannsóknar áhugamál, fer yfirleitt flóknustu leiđina, borđa eins og örvhent en er rétthent (ţess vegna veit ég aldrei hvernig á ađ leggja á borđ - hnífurinn segir ekkert viđ mig). Nú skilja allir gestir sem hafa smekklega lagađ veisluborđin hjá mér og látiđ lítiđ bera á, hvers vegna frúin leggur á borđ eins og hún gerir. En samtímis fer í pirrurnar á mér ef bćđi diskar og hnífapör nema ekki viđ bođbrún. Ţess vegna lćrđu drengirnir mínir dúkabrot snemma. og ţess vegna er draslstuđulinn hár. Ég hef svo oft stađiđ á krossgötum og alveg eins getađ hugsađ mér ađ fara í hvađa átt sem er. Núna er ég búin ađ fá stađfestingu á ţessu heilkenni mínu af ókeypis síđu á netinu. guđ sé lof fyrir greiningar eheh.  Ef ţiđ eruđ orđin illa haldin forvitni, ţá kom fram ađ:

you are Balanced-brained, which means that you rely equally on both the left and right hemispheres of your brain.

En ţar er líka tekiđ fram ađ flestir eru annađhvort hćgri eđa vinstra fólk - svo eru svona vandrćđagripir eins og ég (held ţetta eigi meira ađ segja viđ mig í pólitík). Ef viđ víkjum ađeins ađ persónueinkennum ţessa fólks kemur fram ađ:

You are able to capitalize on the left hemisphere's skills in verbal communication as well on the right hemisphere's focus on patterns and association making. This rare combination makes you a very creative and flexible thinker.

Depending on the situation, you may rely on one hemisphere or the other. Some situations may lend themselves to using your right brain's creativity and flexibility while other situations may call for a more structured approach as dictated by your left brain.

That's how your brain processes information. And while your dominant brain hemisphere certainly contributes to the way you process information, there is also a styleof learning, unrelated to your dominant hemisphere, that determines the ways in which you are best able to pick up information. When you're learning something new, your dominant brain hemisphere will want to take over. But there are times when the information being presented is not well suited to your dominant hemisphere's abilities.

That's why, in addition to your hemispheric dominance, you also have a style of learning that is dominant for you. Whether you know it or not, you are naturally predisposed to learning things visually, aurally, or through a combination of the two.

Your test results show that you are an auditory learner. 

Og ţarna kemur enn eitt lykilorđ, lćra í gegn um hlustun - (reyndar kom mér ţađ ekkert á óvart) en nú skil ég betur hvers vegna mér reynist svo erfitt ađ koma hugsunum mínum í skrifađan texta -ţađ er af ţví ađ ég er kona hins talađa orđs
 

og svo til ađ ţiđ lesiđ ykkur meira til um ţađ -

Auditory learners tend to focus on auditory stimuli — things that they hear — when learning new information. They probably get a lot out of lecturesand are able to process speeches quickly and accurately. In fact, readings might not make as much sense to them until they've heard a supporting lecture to emphasize the written word and they're more likely to listen to a lecture first and then take notes once they've processed the information.

Auditory learners probably prefer to speak someone's phone number out loud to memorize it than bother with writing it on a piece of paper they're going to lose anyway. They remember things by repeating them and probably prefer hearing instructions instead of wading through a written set of rules and directions. Auditory learners are better at making their points through talking rather than writing. This isn't to say they don't ever rely on their eyes instead of their ears. Of course there are numerous instances, which call for them to do so. All this really means is that they're predisposed to learning through hearing. This in part is what makes most auditory learners strong communicators, adept at socializing and communicating in face-to-face situations.

About 30% of people are auditory learners.

Guđ sé lof ađ ég er loksins búin ađ fá stađfestingu á ţessu og get nú fariđ ađ taka tillit til ţessara ţátta viđ lífsskipulagiđ. Og nú get ég líka nýtt mér ţessar upplýsingar til ađ ýta undir skilning samferđafólksins á mér.  


Eđlileg ţróun - er ţađ ekki?

Er ţetta ekki bara allt gott og blessađ - ţeir sem eiga meiri peninga eiga ađ fá öđruvísi ţjónustu og auđvitađ betri úr sameiginlegum sjóđum. ŢAđ er ekkert eđlilegra en ađ ţeir fari fram fyrir á biđlistum á spítölum, ţurfi ekki ađ bíđa eftir vopnaleit á flugvöllum. Sérmeđferđ í fangelsum fyrir "ríka" fanga hlýtur ađ vera eđlilegt nćsta skerf ef viđ viljum hafa ţannig samfélag. Aumingja litla París borgađi hvort eđ er örugglega aukalega fyrir búningin og símann.

Á endanum er ţetta alltaf spurning um prinsipp og ţann vilja samfélagsins ađ allir séu jafnir fyrir lögum. Vona sannarlega ađ svona verđi fréttir ekki úr okkar kerfi innan nokkurra ára -

Gulli Gutt sem dćmdur var til XX mánađa fangelsi fyrir innflutning á XX efnum, afplánar í lúxussvítunni á Hrauninu.   


mbl.is Stjörnufangavist París Hilton
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Ég er skáldadrottning og brosi í gegn um tárin"

Ţannig ađ hún grét fyrir myndavélarnar - ég var einmitt ađ pćla í hvers vegna hún ţvođi sér ekki í framan áđur en hún yfirgaf 5 stjörnu hóteliđ ţar sem hún skrifađi síđasta kaflann međ kampavíninu af míníbarnum. En samkvćmt fyrri fréttum yfirgaf hún herbergiđ međ svartar rendur niđur eftir kinnum. Ţetta var sem sagt allt eitt allsherjar realityshow eđa soleiđis.
mbl.is Heimildamynd um gerđ Potterbóka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sambó og Lukka - aftur

Í síđasta bloggi fjallađi ég um bannađar barnabćkurnar, um svarta Sambó og hvítu Lukku. en herjar voru ástćđur ţess ađ Sambó var bönnuđ og ţótti svo meiđandi. Hvađ ţótti sérstaklega skađlegt fyrir svört börn sem mörg kynntust barnabókum í fyrsta sinn í gegn um söguna af svarta Sambó. Jú bćđi ţóttu nöfnin á sögupersónum meiđandi en ekki síst voru ţađ myndir höfundar sem ţóttu minna á afskrćmdar skrípamyndir af svörtu fólki. Myndir sem voru til ţess fallnar ađ ýta undir stađmyndir. Hér ađ neđan geta svo lesendur geti sjálfir metiđ hversu meiđandi ţćr eru.  Jafnframt má finna frekari samanburđ hér.

 

sambo6                                   lukka

 Beriđ saman líkamsburđ í teikningunum af börnunum og fötin ţeirra.

sambo mamma              squibba9mama

 Skođiđ sama hér en líka ađstćđur, hvađ er mamma Sambós ađ gera og hvađ mamma hennar Lukku ađ gera.

 


Litli svarti Sambó og Litla hvíta Lukka

 

1890_lg
Myndskreyting Fred Marcellino

Fyrir mörgum árum kom breskur skólastjóri í heimsókn ţar sem ég var ţá leikskólastjóri. Hann horfđi stóreygur í bókahillurnar hjá okkur, vegna ţess ađ ţar var ein helsta bannbók enskra barnabóka, sjálfur Litli svarti Sambó, eftir Helen Bannermannog ađ hún vćri uppáhaldsbóka íslenskra barna fannst honum merkilegt. Sagđi mér ţá ađ Sambó vćri búin ađ vera mörg ár á bannlista ţar vegna rasískra viđhorfa. Ég skyldi ekki á ţeim tíma hvađ var rasískt viđ söguna sjálfa enda kom í ljós ađ ţađ er nafngiftin Sambó sem er vel ţekkt sem níđ og niđrandi hugtak um svart fólk. Bókin hefur á seinni árum veriđ endurútgefin í Bretlandi međ nýjum myndum og Sambó heitir nú, Story of Little Babaji. Sagan sjálf er ćvintýr ţar sem lítil drengur sigrast á ađstćđum  - en vegna ţess hvađa mynd var dregin upp međ bćđi nafngiftinni og myndskreytingunni gleymdist ţađ 

Ţá má heldur ekki gleyma ađ Englendingar eru nýlenduherrar og ţurfa verulega ađ gćta sín í samskiptum viđ fyrrum nýlendur. Í frćđunum er til hugtakiđ nýlenduvćđing hugarfarsins - ţegar ţađ gerist, gera viđkomandi sér ekki einu sinni grein fyrir hversu meiđandi sumt ţađ sem sagt er og gert getur veriđ fyrir ađra.  En svo fannst mér nafniđ á lögfrćđingunum pínu fyndiđ Sjálfur Enright sem gerđi athugasemd

Stenst ekki mátiđ ađ bćta viđ hér slóđ á upplýsandi grein um Litla svarta Sambó- og hvers vegna nafniđ vakti svona mikil viđbrögđ sérstaklega í Bandaríkjunum. Jafnframt lćt ég fylgja međ slóđ inn á Wikipedia um bannađar bćkur

umbrella300
Myndskreyting Christopher Bing
Story of Little Black Sambo

mbl.is Tinni fjarlćgđur úr barnabókahillum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sólahringsstofnanir

Í mörg ár velti ég fyrir mér hvenćr málefni vist- og barnaheimila á Íslandi yrđu ađ opinberu viđfangsefni. Sumt vissi ég, t.d. um nokkur ţeirra “heimila” sem rekin voru. Sumt fann ég út eins og ţjóđin og ţví miđur kom ekki allt á óvart. Kannski vegna ţess ađ slíkar sögur hafa komiđ frá öđrum löndum og viđ höfum ţví miđur ekki skoriđ okkur úr varđandi ađra slćma ţćtti og samfélagsmein.

  

Hluta af áhuga mínum má rekja til ţess ađ tveir leikskólar sem ég starfađi í höfđu áđur veriđ sólarhringstofnanir fyrir börn. Annarsvegar leikskólinn Hlíđarendi sem var starfrćktur sem sólahringsheimili til 1963 og svo Ásborg sem var starfrćktur frá 1963 – 1978 sem sólahringsstofnun, ţá ţekkt undir heitinu Thorvaldsen. Stundum upplifđi ég sem leikskólastjóri fólk koma inn af götunni til ađ leita upplýsinga um sig. Af hverju var ég hér? Veistu ţađ? Veistu hvar ég finn gögn um mig? Voru algengar spurningar. Á báđum leikskólum voru ummerki eftir fyrri starfsemi. ţar voru t.d. gluggar inn í herbergi af göngum, sérstök nćturljós, barnarúm sem höfđu tilheyrt Thorvaldsen. Ţađ sem mér ţótti e.t.v. merkilegast voru samt skírnarskál og kertastjaki úr silfurpletti, útsaumađur dúkur undir skálina og lítil vasaklútur sem var notađur til ađ ţerra skírnarvatn.

  

Ţegar ég var leikskólastjóri í Ásborg (1988-1997) tók ég saman í nokkrum orđum sögu leikskólans. Ég ákvađ ađ láta ţau orđ fylgja međ ţessu bloggi.

 

Ţetta var svo langt á blogginu sjálfu og ség náđi kki ađ láta ţađ líta sćmilega út svo ég ákvađ ađ skella söguni í skrá sem má finna hér 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband