Af hverju eru ekki allir valdir með slembiúrtaki á Þjóðfundinn?

Ég er svo heppin að vera einn 18 svæðisstjóra á Þjóðfundi. Á mínu svæði verða 9 lóðsar sem leiða umræðuna við borðin 9 sem eru á svæðinu, en lóðsarnir taka ekki þátt í umræðunni. Þeim er fyrst og fremst ætlað að vera þjónar borðsins. Á hverju borði eru 9 fundarmenn með málfrelsi, tillögu- og atkvæðarétt. Saman við borð geta raðast smiðir, háskólakennarar, fiskvinnslufólk, þingmenn, fólk sem starfar í frjálsum félagasamtökum, vonandi eins ólíkur hópur og hægt er að hugsa sér. Við borðið eru allir jafningjar þar sem hver og einn fær jafnmörg og mikil tækifæri til að hafa áhrif á það sem gerist þar. Lóðsarnir eiga að gæta þess að stýra umræðunni í anda jafnræðis og halda henni á jákvæðum nótum. Þjóðfundi er nefnilega ekki bara ætlað að vera stefnumót við framtíðina, heldur líka gefandi og ánægjuleg reynsla fyrir þá sem taka þátt. 

Ég hef verið spurð hvers vegna ákveðinn hópur fólks frá frjálsum félagasamtökum, þingmenn, ráðherrar og fólk innan úr stjórnkerfinu er boðið að mæta á fundinn (um 300 manns í heildina). Ég svara að ef við viljum að þetta fólk sem sannarlega hefur möguleika til að ýta breytingum úr vör eða fylgja þeim eftir, ef það er með á fundinum er líklegra að það taki niðurstöður til sín, það tekur jú þátt í að móta þær. En mér finnst líka mikilvægt að benda á að þessi hópur dreifist með öllum hinum á öll borðin. Þess vegna er hlutverk lóðsana sem stýra borðunum einstaklega mikilvægt. Það er þeirra hlutverk að gæta þess að allar raddir, öll sjónarmið komi fram og njóti sín. Að hver sem ég er er ég jafnmikilvægur og næsti maður eða kona.Til að trygga að allir fái notið sín á fundinum verða til taks aðstoðarmenn fyrir þá sem eiga erfitt t.d. með að skrifa eða annað. Þannig verður reynt að tryggja að allir sem hafa fengið boð geti sannarlega verið þátttakendur. 

Í kvöld þá hittumst við öll af mínu svæði, allir lóðsarnir voru fullir tilhlökkunar, þeir hlakka til að hitta fólkið sem verður með því við borð og að fá tækifæri til að taka þátt í þessum ótrúlega atburði með því.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Áríðandi skilaboð

Vandamál undanfinna áratuga - tel ég vera almennt virðingarleysi fyrir stjórnarskrá lýðveldisins - sérstaklega fjármálaákvæðunum 40.og 41.gr.

Einnig virðingarleysi fyrir þeim atriðum sem varða takmörkun atvinnufrelsis og jafnræði í fiskveiðistjórn.

Ef stjórnarskráin er lesin vel - er þar að finna flest þau "grunngildi" sem þið ætlið nú að fara að leita að... með þessari "mauraformúlu"...

Verði ekki efld virðing fyrir stjórnarskrá lýðveldisins - og þeim grundvallaratriðum sem stjórnarskránni er ætlað að verja - þá breytis varla neitt.....

vinsamlega hafa þetta bak við eyrað... Kveðja

Kristinn Pétursson, 10.11.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Kannski að það verði hluti af niðurstöðunni og framtíðarsýninni að þau grunngildi sem voru lögfest við stofnun lýðveldisins og með seinni tíma breytingum á stjórnarskránni séu einmitt þau gildi sem við viljum halda í sem þjóð, er það ekki nokkuð. Er það ekki skref í þá átt að efla hana? Ég held ekki að það verði neinn nýr stórisannleikur fundinn upp á Þjóðfundinum. En ég held að það komi fram í hvaða átt við viljum halda, t.d hvaða gildi við viljum verja umfram önnur. Ég fæ ekki að leggja orð í belg á Þjóðfundinum en bíð spennt eftir að sjá hvaða orð verða lögð í belg.

Kristín Dýrfjörð, 10.11.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Jón Lárusson

Þar sem ég verð ekki á staðnum, þá vil ég hér benda á www.umbot.org og vona að þær hugmyndir sem þar koma fram verði skoðaðar.

Jón Lárusson, 10.11.2009 kl. 13:55

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Áhugaverð tilraun. Hins vegar er rökstuðningur þinn fyrir að ekki allir voru valdir með slembiúrtaki slappur. Held að ,,sumir séu jafnari en aðrir" sé betri skýring.  

Sigurður Þorsteinsson, 10.11.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband