Minning um tengdapabba

Borgarnes, Skallagrímsgarður, þangað liggur leiðin í  dag, við ætlum að koma þar fyrir bekk til minningar um tengdapabba minn Guðmund Trausta Friðriksson, rafmagnsverkfræðing. Hann fæddist í Borgarnesi 11. júní 1920 og lést í Reykjavík 1997.  Sem ungur drengur tók hann ásamt bræðrum sínum og föður þátt í að móta og gróðursetja tré í Skallagrímsgarðinn. Bekkurinn verður nálægt minningarbekkjum bræða hans, þeirra Ebba (Eðvarðs) og Lilla (Þorvaldur), nálægt minnisvarðanum um foreldra þeirra, Helgu Guðrúnu Ólafsdóttur og Friðrik Þorvaldsson. Allir fóru þeir bræður ungir vestur um haf til að mennta sig. Tengdapabbi var sá eini sem kom heim eftir rúman áratug við nám og störf. Eftir að hann kom til landsins starfaði hann sem borgaralegur yfirmaður Public Works hjá Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli. Meðal áhugamála hans í starfi var að græða upp Miðnesheiðina. Ég man enn daginn sem grasfræ fyrir þúsundir dollara ruku út á haf með góðri vindkviðu, svona eins og þær þekkjast þarna suðurfrá. Þá "grét" tengdapabbi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband