Torgin eru setustofa okkar borgaranna

Nýlega heimsótti ég borg sem lítur á torgin sem samverustað borgarbúa, sem sameiginlega setustofu þeirra. Skipulag torganna styður þessa hugsun. Nýjasta torgið er t.d. alveg flatt og hægt að breyta því í margskonar rými. Þar sem torgið er núna voru fyrir tveimur árum bílastæði, en í gamla daga var þarna torg sem iðaði af mannlífi. Þar er flatur gosbrunnur sem hægt er að stjórna bæði ljósum og vatni. Þar sem börn hlaupa og hjóla á heitum dögum inn í bununa. Þar eru bekkir með innbyggðri hljómlist, þar eru útisófasett til að setjast niður og rabba. Þar eru kaffihús, fólk á gangi, fólk á hjólum. Þar er margt fólk. Sannarlega eru torgin sameiginleg rými fólksins. Landnemahópur vinnuskólans er frábært og jákvætt framtak sem styður hugsun sem þessa. Takk fyrir mig.


mbl.is Grillað í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband