Horfum til himins

Ég er alin upp við að horfa til himins og skyggnast eftir fuglum, helst áttum við að bera á þá kennsl, sama átti við grjót og plöntur, sífellt að horfa ofan í jörðina. Á æskuheimilinu var alltaf til góður sjónauki og þegar við áttum bíl var hann staðsettur í honum. Sjálf hef ég ómælda ánægju að skoða fugla, plöntur og steina. Ég geri mitt besta til að koma þeim áhuga yfir til næstu kynslóðar og held mér takist bara ágætlega upp. Undanfarið hef ég líka verið að leika mér að því að mála fugla, aðallega samt krumma, hann er nefnilega í svo miklu uppáhaldi hjá Sturlu og ég fór að mála fyrir hann krummamyndir.

Vefur eins og vefurinn á Djúpavogi er frábær kennslutæki bæði fyrir fullorðna og börn, hann spilar líka svo einstaklega vel saman með vefnum um fugla Íslands. Að lokum ég er óendalega þakklát því góða fólki sem hefur lagt tíma og vinnu í að koma þessum vefum saman fyrir mig og þig.


mbl.is Fuglavefur hlaut Frumkvöðulinn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband