Svartur himinn

Í áranna rás hef ég veriđ upptekin af ţví hvernig viđ upplifum náttúruna í borginni. Ţegar ég var ađ lćra ađ verđa fóstra gerđum viđ verkefni sem byggđist á ţví ađ setja fram hugmyndir um  draumaleikskólann. Flestir höfđu hann í útjađri byggđar, ţar sem stutt var í náttúruna. En raunin er ađ fćstir leikskólar eru ţannig stađsettir.  

Međ tíđ og tíma hafa mínar hugmyndir um náttúrupplifun breyst, nú er ég upptekin af ţví ađ upplifa náttúruna ţar sem ég er stödd hverju sinni. Heiman frá mér sé ég niđur á tjörn. Ég sé fuglana leika á tjörninni, ég sé starrabreiđur í trjánum í ljósaskiptum, sé himininn verđa eitt augnablik svartan. Ég fylgist međ leik hrafnanna, svifi ţeirra og setum á ljósastaurum. Ég horfi á liti himinsins, stundum bláan, gráan, fjólubláan, bleikan, gulan, svartan og allt ţar á milli. Ég horfi á jörđina mjúka, hlýja, hvíta, gráa, harđa, blauta. Fylgist međ úrkomunni. Sé gróđurinn spretta fram og dafna, sé hann breyta um lit og lögun. Ég upplifi árstíđir og vindinn. Ég er nefnilega fyrir löngu búin ađ átta mig á ţví ađ náttúran er ekki eitthvađ utan viđ allt, hún er hluti af öllu.

Upplifun okkar Sturlu 

En núna hef ég líka eignast félaga til ađ upplifa ţetta allt međ. Viđ förum í gönguferđir og leitum af kisum, hundum, fuglum og sérstaklega krummum. Í dag fórum viđ í eina svona ferđ, ég og Sturla. Fyrst gengum viđ hćgt út götuna og heilsuđum ţeim kisum sem á vegi okkar urđu. Viđ sáum smáfugla í trjánum, krumma taka sig upp viđ höfnina og svífa yfir okkur. Á tjörninni gáfum viđ gráđugum gćsum, einstaka álft og feimnum öndum brauđ. Viđ heyrđum kurr dúfnanna og garg í álftum sem allt yfirgnćfđu. Viđ skođuđum myndirnar á tjarnarbakkanum af fuglunum og fylgdumst međ mannfólkinu. Á leiđinni heim stoppuđum viđ runna og Sturla nuddađi nefinu upp viđ hann og datt svo inn í hann. Í ljósaskiptunum í dag ţegar starrinn fór ađ safnast saman til ađ ferđast í náttstađ, fylltust allir trjátoppar og sjónvarpsgreiđur í götunni, svo ţegar ţeir tóku sig upp, allir sem einn, sagđi Sturla vááááá og klappađi saman lófunum.

Viđ Sturla ţurfum ekki ađ fara upp í Heiđmörk, í Elliđaárdal eđa annađ til ađ upplifa náttúruna, viđ ţurfum rétt ađ stíga út og ţarna bíđur hún eftir okkur í öllu sínu veldi. Bíđur eftir ađ viđ tókum eftir henni, virđum og elskum. Ađ viđ kennum litlu börnunum okkar ţađ sama. 

ps. Sturla er ađ byrja ađ tala og fyrstu orđin fyrir utan mamma, pabbi og afi eru gisa, úa og ummmi.  Og vísnabókin međ dýramyndum og vísum er hans uppáhaldsbók.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Hérna á Seltjarnarnesinu er líka fullt af náttúru, ţótt mađur fari bara út í garđ.  Ég ţarf ađ gefa fuglunum ađ borđa uppá bílskúrnum mínum, vegna ţess ađ ég á ţrjá ketti sem alltaf reyna ađ veiđa fuglana.  Svo er fariđ í göngutúra međ hundinn, og oft fylgja einhverjir kettir okkur eftir.  Stundum er strollan svona fyrst hundur, svo ég međ bandiđ, svo ţrír kettir

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 9.2.2009 kl. 02:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband