Bréf Davíðs

Vil benda á bloggfærslu þar sem farið er yfir bréfaskriftir Davíðs úr ráðherrastól. Í færslunni er endurbirt 10 ára gömul fréttaskýringargrein úr Degi eftir Friðrik Þór Guðmundsson. Þar er að finna nokkur merkileg bréf sem Davíð sendi í sinni ráherratíð. Ég býst ekki við að Björn hafi fellt sig við þau bréf, enda varla í anda góðar stjórnsýslu. Það kom mér reyndar á óvart að mogginn rauf fréttatengsl við færsluna hans Friðriks. Ákvörðun sem ég skil ekki alveg.  

En það má Davíð eiga að hann á góða vini sem styðja við bakið á honum. Held samt að það væri líka gott ef hann ætti góða vini sem tækju á sig þau óþægindi að gera honum grein fyrir stöðu sinni eins og hún snýr að stærstum hluta þjóðarinnar.

 

Viðbót

Búið er að tengja færsluna aftur við fréttina og er það vel.  Ég heyrði líka að bréf  Davíðs til Sverris þá Landsbankastjóra var lesið upp í fréttatíma RUV áðan.


mbl.is Björn: Réttmæt ábending Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já. En því miður held ég að hann Davíð eigi enga vini til að halda honum í góðum tengslum við raunveruleikann. Hann er frægur fyrir að umkringja sig með "já-mönnum" og meðhlægjendum.

Valtýr Kári Finnsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband